Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 20
a
12. mynd. (a) Togspenna (t) utan sigdals
getur ekki framkallað togsprungur innan
hans, einungis frekara sig (b) um megin
siggengin (si). — (a) A tensile stress field
outside a graben is unable to create or
widen fractures inside the graben because
the major faults of the graben act as stress
insulators (si). The tensile stress field can
only cause a further subsidence of the
graben (b).
b
fullrisið fyrir um 5000 árum (Þorleifur
Einarsson 1968). Af þessu má álykta
að Þingvallasvæðið hafi haldið áfram
að rísa í nokkurn tíma eftir að Þing-
vallahraun rann, sem skýrir myndun
sprungnanna.
Eftir að landið er fullrisið minnkar
aðstreymi nýrrar kviku verulega
(hættir jafnvel um tíma), og gosvirkni
Hengilsþyrpingarinnar færist nær
miðju hennar þar sem skorpan er
þynnst. Kvikan í þrónni tekur því að
flæða frá endunum inn að miðju, sem
leiðir til þrýstingsminnkunar við end-
ana og landsigs. Sigið verður jafnan
um þær sprungur sem þegar voru
myndaðar, einkum um Almannagjá,
Hrafnagjá, Gildruholtsgjá og
Heiðargjá. Síðustu árþúsundin hefur
því sig verið ríkjandi á Þingvallasvæð-
inu, en innan dældarinnar mun gliðn-
unin aðallega hafa orðið fyrir þann
tíma, þ. e. meðan landið var að rísa.
Hér á undan er hugmyndin um
þrýstingsbreytingar í kvikuþrónni und-
ir Hengilsþyrpingunni það almennt
orðuð að erfitt er að benda á einstök
atriði sem hún skýrir illa eða ekki. Þó
er ljóst að einhver gliðnun hlýtur að
hafa orðið á Þingvallasvæðinu síðustu
árþúsundin, ella gæti sigdalurinn ekki
sigið (12. mynd). En sú gliðnun hefur
einungis orðið um stóru siggengin sem
mynda sigdalinn, en ekki um sprung-
urnar inni í dalnum. Eðlilegast er að
tengja þessa gliðnun við plötuhreyf-
ingar eða þyngdarskrið (Ágúst Guð-
mundsson 1984b).
ÞRÓUN
Vöxtur
Af lýsingu á sprungunum er ljóst að
þær hafa vaxið saman úr smærri
sprungum. Vöxtur sprungna virðist
yfirleitt gerast með þessum hætti, og á
14