Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 21
það jafnt við um örsprungur (Broek
1978) og sprungur sem eru margir kíló-
metrar að Iengd (Segall og Pollard
1980). Líklegt er að Þingvallasprung-
urnar hafi fyrst opnast um stuðla-
sprungur í hrauninu, því þar er
hraunið veikast.
Hlutfallslega stuttar sprungur eru
mun algengari en langar sprungur.
Ástæður fyrir þessu eru eftirfarandi:
1) Ef gangar mynda sprungurnar þá ná
þeir mishátt upp í skorpuna (yfirborð
hvers gangs er á mismiklu dýpi) og því
opnast sprunga bara á vissum svæðum.
Þetta þýðir að sprunga sem annars
væri samfelld og löng er slitin sundur í
margar smásprungur. 2) Togstyrkur
hraunsins er breytilegur, einkum
vegna breytilegrar niðurröðunar og
dreifingar á stuðlasprungum. Þegar
sprunga vex lárétt verður hún að yfir-
vinna togstyrk bergsins, og því opnast
hún greiðlegast þar sem togstyrkur er
lægstur, en síður eða alls ekki þar sem
togstyrkur er hár. Margar sprungur ná
því ekki að vaxa saman í lengri sprung-
ur. 3) Einnig hefur verið bent á (Nur
1982, Segall og Pollard 1983) að vöxt-
ur einnar langrar sprungu hindri vöxt
margra stuttra. Ein löng sprunga léttir
svo mikilli togspennu af svæðinu að
vöxtur sprungna í grenndinni stöðvast.
Smáar sprungur í grenndinni ná því
ekki að vaxa saman í stórar sprungur.
Hliðrun
Hliðraðar, stundum skástígar og
samsíða sprungur eru algengar á Þing-
völlum. Sumar af stóru sprungunum,
svo sem Almannagjá, greinast í marg-
ar smásprungur við endana, og minna
þannig á „árfarvegi“. Kvíslóttir „árfar-
vegir“ af þessu tæi eru algengir á yfir-
borði örsprungna og er vöxtur sprung-
unnar ávallt „niðurstreymis“ (Broek
1978). Samkvæmt þessu hefur Al-
mannagjá vaxið frá norðaustri til suð-
vesturs, sem er í samræmi við það að
síðasta meiriháttar sig um gjána var
syðst á henni, þar sem hún mætir Þing-
vallavatni. Þar seig landið um 0,6 m í
jarðskjálftum 1789 (Kristján Sæ-
mundsson 1965).
Lawn og Wilshaw (1975) benda á
þrjár mögulegar skýringar á hliðrun
örsprungna og ættu þær að eiga jafnt
við um jarðsprungur. í fyrsta lagi kann
sprungan, þegar hún er að þróast, að
verða fyrir staðbundinni truflun við
endann. Fyrir Þingvallasprungurnar
gæti slík staðbundin truflun verið fólg-
in í breytilegri niðurröðun stuðla-
sprungna, breytingu á gerð bergsins
undir Þingvallahrauninu, eða í brota-
línum í berginu undir sem hafa aðra
stefnu en sprungan sjálf. Sprungan
hefur þá tilhneigingu til að klofna í
margar samsíða sprungur eins og best
sést við suðurenda Almannagjár og
suðurenda Hrafnagjár.
I öðru lagi benda þeir á að sprungan
kunni að myndast við samvöxt smærri
sprungna sem upphaflega eru hliðr-
aðar. Þetta er að mínu áliti algengasta
ástæðan fyrir hliðrun sprungna í
sprunguþyrpingum hér á landi.
I þriðja lagi geta sprungur sem þró-
ast mjög hratt, þ. e. nálgast hljóð-
hraðann, klofnað vegna snöggra breyt-
inga á spennusviðinu við endana. Þessi
skýring mun vart eiga við um Þing-
vallasprungurnar því þær eru myndað-
ar á löngum tíma og hafa því þróast
mjög hægt.
Sú hugmynd um vöxt sprungnanna
sem sett er fram í þessari grein er sú
sama og önnur skýring Lawn Wilshaw
(1975) hér að ofan. Upphaflegu
sprungurnar eru hliðraðar vegna þess
að togspennan nær að brjóta bergið
samtímis á mörgum stöðum innan þess
beltis þar sem há togspenna er ríkjandi
og þar sem endanlega sprungan kemur
15