Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 27
niðurstöðum þeirrar könnunar eru
reiknuð út meðalgildi ásamt mati á
95% öryggismörkum, fyrir þá leiðrétt-
ingastuðla, sem eiga við hvert hálfrar
klukkustundar tímabil fyrir og eftir há-
fjöru. Greindur selafjöldi er margfald-
aður með þeim og hann aukinn á þann
hátt upp í þann fjölda, sem væntanlega
hefur verið á þurru talningardaginn,
þegar flest var (tafla 1). Með þessu
móti fást sambærilegar tölur um fjölda
sela í látrum á mismunandi stöðum við
ströndina.
c) Stuðli, sem segir til um þann hluta
sela, sem er í sjónum við látrin um það
leyti er flestir selir liggja á þurru sam-
kvæmt könnun höfundar 1980-81
(Erlingur Hauksson 1985b). Stærð
þessa þáttar er 1,01 (95% öryggismörk
1,00-1,02).
Með ofangreindum stuðlum eru
talningargildi leiðrétt og reiknaður út
sá fjöldi landsela, sem var við látrin á
talningardag, þegar flest var. Þær
fjöldatölur ásamt 95% öryggismörk-
um eru teknar saman fyrir hvert
strandsvæði.
Illmögulegt er í flestum tilvikum að
ákvarða stofnstærðir sjávarspendýra
nákvæmlega (Eberhardt og fl. 1979).
Yfirleitt verður að láta nægja eitthvert
mat á stofnstærðinni, sem byggir á vísi-
tölu um stærð stofnsins, sem er fundin
með beinni talningu dýra. Árangur
Tafla 1. Leiðréttingarstuðlar fyrir selafjölda á þurru, á mismunandi tíma fyrir og eftir
háfjöru, ásamt mati á 95% öryggismörkum (sjá Erlingur Hauksson 1985b). - Correction
coefficients for undersampling of numbers of common seals hauling out at various times
before and after low-tide, with 95% confidence intervals (see Erlingur Hauksson 1985b).
Klst. fyrir og eftir háfjöru Hours before and after low-tide Tölugildi leiðréttingarstuðla - Correction coeff. Mat á 95% öm.* 95% conf. interv.
- 3,0 4,8 1,0 - 12,6
- 2,5 2,4 1,0 - 5,1
- 2,0 1,3 1,0 - 1,7
- 1,5 1,1 1,0 - 1,2
- 1,0 1,2 1,0 - 1,6
- 0,5 1,1 1,0 - 1,2
0,0 1,2 1,1 - 1,3
0,5 1,2 1,1 - 1,3
1,0 1,1 1,0- 1,2
1,5 1,2 1,0 - 1,4
2,0 1,6 1,0 - 2,4
2,5 1,9 1,0 - 3,2
3,0 2,9 1,0 - 5,6
* í þeim tilvikum, sem neðra gildi 95% öm. er minna en einn, eru þau sett sem 1,0. Fjöldi séðra
dýra að viðbættum þeim hluta sem teljendum yfirsást og þeim fjölda sem áætlað er að sé í sjó við
látrin, verður þá lágmarksfjöldi sela í viðkomandi látri.
21