Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 28
2. mynd. Landselir við Oddbjarnarsker á Breiðafirði. - Common seals hauled oui at Oddbjarnar-skerries in Breiðafjörður (ljósm./p/iofo Erlingur Hauksson). slíkra talninga er háður mðrgu og þeir þættir, sem hafa hvað mest áhrif á árangur talningar sela úr lofti (og af myndum teknum úr flugvél) eru: / fyrsta lagi hversu vel selir sjást á þurru úr lofti. Talning úr lofti er mun betri til heildartalningar sela á stóru strandsvæði en talning á landi eða úr báti. Góð yfirsýn úr flugvél gerir að verkum að selir sjást betur þannig en frá landi. Landselir fælast flugvélarnar lítið og liggja yfirleitt kyrrir á meðan talning fer fram, nema flugvélin steypi sér snögglega yfir þá, fljúgi of lágt eða klifri skyndilega með tilheyrandi há- vaða. Samkvæmt reynslu höfundar kemst flugvél nær selahóp án þess að styggja hann en mótorbátur. Mjög erf- itt er að afla upplýsinga um það hversu hátt það hlutfall er, sem sést ekki úr lofti, því að ekki er mögulegt að fara í látrin og telja samtímis á landi. Til þess er styggð landselsins við báta og gangandi menn of mikil. Þetta er mun þægilegra hvað útselskópa varðar og eru til upplýsingar um þetta sem benda til þess, að yfirleitt sjáist um 95% kópa í skerjum við talningar úr lofti (sjá Erlingur Hauksson 1985a). Við leiðréttingu á talningargögnum um fjölda sela á landi er gert ráð fyrir að þetta hlutfall gildi einnig við taln- ingu landsela úr lofti og séður fjöldi þeirra margfaldaður með 1,05 (± 0,02). Hvort þetta leiði til vanmats eða ofmats á selafjöldanum í raun er erfitt að segja, en á hvorn veginn sem er, þá er um litla skekkju að ræða. / öðru lagi hvenær talið var miðað við háfjöru (Erlingur Hauksson 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.