Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 29
Tafla 2. Niðurstöður talninga á landsel úr lofti og á loftljósmyndum við strendur íslands
11.—22. ágúst 1980. í töflunni er gefinn hinn raunverulegi fjöldi landsela sem sást, en
einnig leiðréttur fjöldi dýra með tilliti til þeirra skekkjuvalda sem getið er í texta, ásamt
mati á 95% öryggismörkum þess fjölda. - Results of aerial counting ofcommon seals at
the coast of Iceland, 11.—22. August 1970.
Svæði Area (fig. 1) Fjöldi talinn úr lofti Numbers seen Leiðrétt talning Numbers corrected for undersampling 95% öryggismörk 95% conf. interv.
Faxaflói 3.359 4.315 3.536 - 5.266
Breiðafjörður 2.574 3.306 2.775 - 3.895
Vestfirðir 865 1.090 970 - 1.221
Strandir, Húnaflói, Skagafj. 3.039 6.003 3.130 - 7.655
Eyjafjörður að Langanesi 254 443 261 - 673
Austfirðir 673 1.198 715 - 1.905
Suðurströndin 3.927 5.078 4.239 - 6.652
Allt landið 14.691 21.433 15.626 - 27.267
1985b). Fjöldi sela í látrum á þeim
tíma þegar talið var, er umreiknaður
með leiðréttingarþáttum, sem aflað
var upplýsinga um, í ofangreindri
könnun (tafla 1). Sá galli fylgir þeim
að öryggismörkin víkka eftir því sem
fjær dregur tíma háfjöru (bæði fyrir og
eftir). Skýrir þetta hin víðu öryggis-
mörk, sem matið á selafjölda á svæð-
inu Strandir-Húnaflói-Skagafjörður
hefur (tafla 2). Reynslan úr könnun-
inni á fjölda landsela á þurru með
tilliti til sólargangs og sjávarfalla,
bendir einnig til þess, að er fjær dregur
háfjöru, verður sá hluti dýra sem er á
þurru á hverjum tíma breytilegri á
milli einstakra látra og því meiri hætta
á því að sá leiðréttingarþáttur, sem
beitt er, eigi ekki eins vel við. Þetta
gerir nauðsynlegt að skipuleggja taln-
ingu úr lofti, þannig að hún sé gerð á
bilinu 1,5 klst. fyrir og eftir háfjöru, ef
besti árangur á að nást. Þetta takmark-
ar þann tíma mikið, sem hægt er að
nota á hverjum degi. Nýtanlegan tíma
til talninga úr lofti má lengja
allnokkuð með því að fljúga með
ströndinni í stefnu sjávarfallabylgjunn-
ar þegar því verður við komið,
þ. e. a. s. fara réttsælis í kringum
landið. Með því móti er mögulegt að
þrengja öryggismörkin um stofnstærð-
arvísitöluna verulega og auka áreiðan-
leika hennar.
/ þriðja lagi hversu margir selir eru
hlutfallslega í sjónum rétt við látrin
þegar flestir selir eru á landi. Hér er
um mjög lítið hlutfall að ræða og van-
mat eða ofmat á því skiptir litlu máli
þegar á heildartölurnar er litið.
I fjórða lagi tímasetning talninga,
miðað við þann árstíma er selir liggja
mest á landi. Hér er ekki leiðrétt með
tilliti til þessa. í ágústmánuði stendur
yfir hárlos og fengitími hjá landsel.
Það má búast við því, að á þessum
tíma liggi landselir gjarnan á þurru.
Hvort þeir liggi fleiri á landi í byrjun
ágúst, júlí eða júní er aftur á móti ekki
vitað og þarf sérstaka könnun til að fá
úr því skorið. Ágústmánuður var í
upphafi valinn til talninga, svo að kæp-
23