Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 36
Nýjar ritgerðir
um náttúru Islands 5
McDougall, L, Leó Kristjánsson &
Krístján Sæmundsson. Magnetostrati-
graphy and geochronology of North-
west Iceland. - J. Geophys. Res.
89(B7): 7029- 7060 (1984). [Heimil-
isf. fyrsta höf.: Research School of
Earth Sciences, Australian National
University.] Lýst er kortlagningu jarð-
laga á Vestfjörðum, segulmælingum
og aldursgreiningum. Elsta berg þar er
um 15 milljón ára. Nýjar upplýsingar
um tímakvarða fyrir umsnúninga jarð-
segulsviðsins koma fram í greininni.
Foulger, G.R. & R.E. Long.
Anomalous focal mechanisms: evi-
dence for tensile crack formation on
an accreting boundary. - Nature 310:
43 - 45 (1984). [Heimilisf. fyrri höf.:
Raunvísindastofnun háskólans, Dun-
haga 3, Reykjavík.] Nokkur hluti
skjálfta á Hengilssvæðinu sendir frá
sér P-bylgjur sem ekki eru í samræmi
við viðteknar hugmyndir um tengsl
skjálfta og misgengishreyfinga. Þessa
skjálfta má túlka sem afleiðingu af
snöggri gliðnun á sprungum, e.t.v.
vegna kólnunar og samdráttar inn-
skotsbergs í rótum fornrar megineld-
stöðvar.
Næstu þrjár greinar eru úr rúss-
neskum tímaritum og hefur ekki tekist
að fá útdrætti úr þeim eða finna heim-
ilisföng höfunda.
Ez, V.V. The structure of Iceland
and sea-floor spreading. -Geotecton-
ics 18: 263-272 (1984).
Polyak, B.G., V.l.Kononov &
M.D.Khutorskoy. Heat flow and
structure of the lithosphere of Iceland
in light of new data. - Geotectonics
18: 79-85 (1984).
Elnikov, I.N., V.M. Litvin, V.G.
Gainanov &V.A. Struchkov. Acoust-
ic basement relief and sediment-
ary cover thicknesses in the joint area
between the Kolbeinsey Ridge and the
Iceland Rift zone. — Okeanologiya
SSSR 24: 782 - 788 (1984).
Leó Kristjánsson. Some statistical
properties of palaeomagnetic direct-
ions in Icelandic lava flows. - Geo-
phys. J. 80:57-72 (1985). [Heimilisf.:
Raunvísindastofnun háskólans, Dun-
hagi 3, 107 Reykjavík.] Fjallað er um
ýmsa eiginleika jarðsegulsviðsins eins
og þeir birtast í niðurstöðum á mæl-
ingu segulstefnu og segulmögnunar-
styrks í yfir 2100 hraunlögum.
Páll Bergþórsson. Sensitivity of Ice-
Iandic agriculture to climatic vari-
ations. — Climatic Change 7:111—127
(1985). [Heimiiisf.: Veðurstofa fs-
lands, Reykjavík]. Sýnt er fram á sam-
band milli grassprettu á íslandi og
loftslags, einkum vetrarhita.
Árni Einarsson tók saman.
Náttúrufræðingurinn 56 (1), bls. 30, 1986
30