Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 37
Guðmundur Eggertsson: Erfðarannsóknir og örverur Margar af merkustu uppgötvunum erfðavísindanna á síðustu fjórum ára- tugum má rekja til rannsókna á örver- um, einkum bakteríum, veirum og sveppum. í þessari grein fjalla ég aðal- lega um rannsóknir á erfðum baktería. Eftir inngangsorð um upphaf rann- sókna á erfðum örvera lýsi ég bygg- ingu og starfsemi bakteríufrumna og segi frá aðferðum sem notaðar hafa verið til þess að kanna erfðir þeirra. Loks ræði ég um aðferðir til að ein- angra einstaka erfðavísa eða gen og fer nokkrum orðum um hagnýtingu baktería til framleiðslu á verðmætum lífefnum. ERFÐIR SVEPPA Á fyrstu fjórum áratugum þessarar aldar urðu stórstígar framfarir í erfða- rannsóknum. Erfðalögmál þau sem Gregor Mendel hafði kunngert árið 1864 voru staðfest með margvíslegum tilraunum á dýrum og plöntum. Sýnt var fram á að erfðavísarnir eða genin, sem ráða arfgengum eiginleikum líf- vera, eru hluti af hinuin þráðlaga litn- ingum sem frumulíffræðingar höfðu fyrir löngu greint í frumukjarnanum. Hegðun litninga við frumuskiptingar og kynæxlun reyndist vera í ágætu samræmi við arfgengi genanna sam- kvæmt lögmálum Mendels. Menn vissu að gen geta tekið breytingum, og aðferðir voru þróaðar til að ákvarða röð þeirra á litningum. Ljóst var að í litningi getur verið mikill fjöldi gena. Helstu tilraunalífverur erfðafræðinga á þessum árurn voru bananaflugur og maísplöntur. Bananaflugur hafa átta litninga í líkamsfrumum sínum en maísplöntur tuttugu. En þrátt fyrir ágætan árangur erfða- fræðinga á þessum árum voru rniklar gloppur í þekkingu þeirra á genum og litningum. Efnasamsetning genanna var óþekkt og ekki gátu menn gert sér grein fyrir því hvernig genin megnuðu að ráða eiginleikum frumna og lífvera. Slík var staða erfðafræðinnar í lok fjórða áratugarins þegar Bandaríkja- mennirnir George Beadle og Edward Tatum hófu rannsóknir á erfðum sveppsins Neurospora crassa. Þessi smágerði bleiki brauðsveppur æxlast með kynæxlun og hentar prýðilega bæði til erfðafræðilegra og lífefna- fræðilegra rannsókna. Mjög auðvelt er að rækta þennan svepp, því hann þarf ekki annað sér til viðurværis en sykur, ólífræn sölt og eitt vítamín. Úr þessum einföldu næringarefnum getur hann búið til fjölskrúðugt safn lífrænna efnasambanda. Þeir Beadle og Tatum framkölluðu stökkbreytingar í erfða- efni sveppsins og tókst að finna fjölda afbrigða eða stökkbrigða sem hvert um sig hafði glatað hæfileikanum til að búa til ákveðna lífræna smásameind. Slík stökkbrigði geta einungis vaxið þegar sameindinni sem þau vanhagar um er bætt í æti þeirra. Sameindirnar, sem stökkbreytingar gera þannig að Náttúrufræðingurinn 56 (1), bls. 31-42, 1985 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.