Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 38
ómissandi næringarefnum, geta t. d. verið amínósýrur (sem eru bygging- arefni prótína) eða niturbasar (sem fyrirfinnast í kjarnsýrum). Stökkbrigði af þessu tagi voru nýlunda fyrir erfða- fræðinga. Hingað til höfðu þeir nær eingöngu kannað erfðir útlitseinkenna án þess að vita hvaða breytingar á efnaskiptum lægju þeim að baki. Nú gafst hins vegar færi á að rannsaka með hvaða hætti erfðaefnið grípur inn í efnaskipti lífveru. GEN OG PRÓTÍN Nú er efnaskiptum lífvera þannig varið, að næstum því allar efna- breytingar sem máli skipta fara fram fyrir milligöngu svonefndra lífhvata eða ensíma. Ensímin eru prótín, stór- sameindir settar saman úr löngum keðjum amínósýra. Alls koma 20 mis- munandi amínósýrur fyrir í prótínun- um. Ensímin eru mjög sérhæfð. Hver efnabreyting krefst ákveðins ensíms sem sniðið er fyrir hana en verður öðrum efnabreytingum ekki að liði. Þegar fruma býr til smásameindir, t. d. amínósýrur, gerir hún það með hjálp ensíma. Oft þarf nokkur mis- munandi ensím til að smíða eina smá- sameind. Þannig þarf að meðaltali um 5 ensím til að búa til amínósýru. Þess- ar staðreyndir voru að nokkru kunnar þegar Beadle og Tatum hófu rann- sóknir sínar. Hins vegar var óljóst hvernig sambandi erfðaefnis og en- síma væri varið. Það var einmitt þetta sem skýrðist þegar nánari athuganir voru gerðar á stökkbreyttu sveppunum. Áhrif hinna skaðvænlegu stökkbreytinga reyndust einmitt vera fólgin í breytingum á en- símum. Stökkbreytingar í sama geni höfðu áhrif á sama ensímið, og eftir því sem best varð séð var aðeins eitt gen ábyrgt fyrir sérvirkni hvers en- síms. Þessar niðurstöður standa í meginatriðum óhaggaðar enn þann dag í dag. Hlutverk flestra gena er einmitt það að flytja boð um gerð prótína, ekki einungis ensíma heldur líka allra annarra prótína sem lífverur þurfa á að halda. Þannig höfðu rannsóknir á stökk- brigðum brauðsveppsins bleika gefið erfðafræðingum merkilegar vísbend- ingar um hlutverk gena í efnaskiptum lífvera. Jafnframt hafði komið í ljós, að örverur geta verið einkar hentugar til rannsókna á starfsemi erfðaefnisins. Af þessum rannsóknum urðu menn hins vegar einskis vísari um gerð gen- anna sjálfra. Eftir sem áður voru þau nær eingöngu þekkt af verkum sínum. ERFÐAEFNIÐ Spurningunni um efnisgerð gena var svarað með óvæntum hætti árið 1944. Þá birti Bandaríkjamaðurinn Oswald Avery ásamt samstarfsmönnum sínum niðurstöður rannsókna á svonefndri ummyndun bakteríustofna. Sýnt var fram á, að efni sem einangrað var úr stofni með ákveðinn arfgengan eigin- leika gat umbreytt öðrum stofni og fært honum þennan eiginleika. Þetta máttuga efni reyndist vera kjarnsýran DNA (DKS). Varla gat orkað tvímæl- is að kjarnsýran hafði flutt erfðaboð á milli bakteríustofnanna. Fyrst í stað voru þó flestir efins í að kjarnsýran væri það efni sem gen væru búin til úr. Bygging kjarnsýrunnar var þá lítt þekkt og óljóst hvernig hún gæti gegnt hlutverki erfðaefnis. Ennfremur mun sumum hafa fundist óvarlegt að alhæfa mikið um eðli erfðaefnisins útfrá rann- sóknum á bakteríuerfðum. Það var ekki fyrr en upp úr 1950 að erfðafræðingar sannfærðust um að DNA væri erfðaefni allra lífvera, en þá höfðu umfangsmiklar rannsóknir á 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.