Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 41
2. mynd. DNA flæðir út úr Escherichia coli eftir að frumuveggurinn hefur verið
eyðilagður. Mestallt DNAið myndar samfelldan þráð, litning bakteríunnar, en neðarlega
á myndinni má greina iitla DNA sameind. Þetta er eitt af svonefndum plasmíðum, sem
geta fjölgað sér í bakteríufrumum. Mynd: Jack D. Griffith. Úr greininni: The recombin-
ant-DNA debate eftir Clifford Grobstein. Copyright ® 1977: Scientific American.
lengri en bakteríufruman sjálf (2.
mynd). En hann er aðeins 2 millj-
ónustu úr mm í þvermál. Þessi langi,
grannvaxni þráður er kallaður litning-
ur bakteríunnar. Þegar bakteríufruma
skiptir sér er litningurinn eftirmyndað-
ur af mikilli nákvæmni, þannig að af-
kvæmisfrumurnar fá báðar sömu
erfðaboðin og móðurfruman hafði.
Þær eiga því að geta starfað á sama
hátt og móðurfruman. Og hið sama á
við um alla þá milljón niðja sem móð-
urfruman getur eignast á 7 klukku-
stundum.
Þannig heldur bakterían áfram að
fjölga sér. Einstöku sinnum verða þó
breytingar á sjálfu erfðaefninu, stökk-
breytingar, sem valdið geta röskun á
byggingu og starfsemi einstakra prót-
ína og jafnvel gert þau óvirk. Einnig
geta komið fram stökkbreytingar sem
eru bakteríunni í hag. Við venjuleg
lífsskilyrði eru stökkbreytingar afar
sjaldgæfar, en auðvelt er að framkalla
þær með sérstökum efnum eða
geislun. Það hafa erfðafræðingar not-
fært sér óspart.
Hin nákvæma eftirmyndun erfða-
35