Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 42
efnisins er eitt af mörgu sem ber vitni um háþróaða starfsemi bakteríufrum- unnar. Hvor DNA-þráður litningsins er settur saman úr um fjórum milljón- um núkleótíða eða kirna, en það eru byggingareiningar kjarnsýrunnar. For- skriftin fyrir eitt meðalstórt prótín tekur yfir um 1200 slíkar einingar. Ef við notuðum einn bókstaf sem tákn fyrir hvert kirni og rituðum 5000 bók- stafi á blaðsíðu, myndu táknin fyrir allt efni litningsins fylla 800 blaðsíður. En slíka táknmálsrunu afritar bakterí- an af næstum óbrigðulli nákvæmni við hverja einustu frumuskiptingu. Það fer ekki á milli mála, að hinum margvíslegu störfum bakteríufrum- unnar hlýtur að vera vel stjórnað. Það er t. d. ekki nóg fyrir frumuna að geta smíðað tvö eða þrjú þúsund tegundir prótína, heldur þarf hún líka að geta ráðið hve mikið er framleitt af hverri prótíntegund hverju sinni. Þörfin fyrir hinar ólíku prótíntegundir er mismikil og er þar að auki oft háð breytingum á umhverfi bakteríunnar. Ef bakterían tæki ekki tillit til þessa myndi mikið efni og orka fara til spillis. En bakt- erían er ekki þekkt að bruðli með efni eða orku. TENGIÆXLUN Margt af því sem nú hefur verð sagt um bakteríur var óþekkt þegar rann- sóknir á erfðum baktería hófust fyrir alvöru á síðari hluta fjórða áratugar- ins. Lýsing mín hefur að mestu verið miðuð við tegundina Escherichia coli, og það var einmitt þessi tegund sem erfðafræðingar tóku nú til rannsóknar. Þeir höfðu rannsóknirnar á sveppnum Neurospora að bakhjarli, og reyndar var það annar af brautryðjendum Neu- rospora-rannsóknanna, Edward Tat- um, sem ásamt nemanda sínum, Josh- ua Lederberg, gerðist nú frumkvöðull rannsókna á erfðum baktería. Það fyrsta sem þeir félagar gerðu var að framkalla stökkbreytingar í ákveðnum stofni fyrrnefndrar bakt- eríutegundar. Auðvelt reyndist að finna stökkbreytingar sem komu í veg fyrir að bakterían gæti myndað lífræn- ar smásameindir, t. d. amínósýrur. Áhrif slíkra stökkbreytinga á efna- skipti reyndust ósköp svipuð í bakteríu og sveppi. Fljótlega voru einangraðir bakteríustofnar sem báru tvær eða fleiri stökkbreytingar af þessu tagi. Slíkir stofnar eru sagðir vera vanefna (auxotrophic), en óstökkbreyttar bakteríur, sem ekki þarfnast annars en sykurs og ólífrænna salta, eru kallaðar alefna (prototrophic). Næsta skref rannsóknanna var að kanna, hvort einhvers konar kynæxlun eða flutningur á erfðaefni á milli bakt- eríustofna gæti átt sér stað. í því skyni var fyrst blandað saman ræktum af tveimur ólíkum bakteríustofnum, sem hvor um sig hafði tvær stökkbreyting- ar. Allar höfðu þessar stökkbreytingar ákveðna næringarþörf í för með sér, en engar tvær þeirra höfðu sömu áhrif. Óhætt var að gera ráð fyrir að þær væru hver í sínu geni. Kannað var, hvort í blöndu slíkra stofna gætu kom- ið fram bakteríur sem eru lausar við allar þessar stökkbreytingar og hinar sérstöku næringarþarfir sem þeim fylgja. Nú kom sér vel að hægt er að rækta þessar bakteríur á hlaupkenndu æti þar sem afkomendur einstakra frumna dreifa sér ekki, heldur mynda þyrpingar sem sjást vel með berum augum (3. mynd). í blandaðri rækt stökkbreyttra stofna voru hafðar um 100 milljónir frumna af hvorri gerð í hverjum millilítra. Sýni var tekið úr blöndunni og dreift á yfirborð ætis sem ekki hafði önnur næringarefni en ólíf- ræn sölt og þrúgusykur. Hvorugur 36

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.