Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 43
3. mynd. Þyrpingar baktería
á yfirborði næringarætis. í
hverri þyrpingu eru milljónir
baktería. Hver þyrping hefur
vaxið upp af einni bakteríu-
frumu. Úr: Moiecular Bio-
logy of Bacterial Viruses eftir
G. S. Stent. W. H. Freeman
and Contpany. Copyright ®
1963.
stökkbreyttu stofnanna getur vaxið á
þessu æti, en bakteríur sem losnað
hafa við stökkbreytingarnar eru alefna
og ættu að geta vaxið vel á því. Enda
þótt ekki væri nema ein slík baktería
af hverjum hundrað milljónum í rækt-
inni, þá ætti hún að gera vart við sig
með því að vaxa og mynda þyrpingu á
þessu æti. Niðurstöður þessarar til-
raunar urðu þær að alefna bakteríur
komu fram í blönduðu ræktinni og uxu
á fyrrnefndu æti. Þær voru að vísu
mjög sjaldgæfar eða 1 til 10 af hverjum
milljón frumum í ræktinni. Engu að
síður voru þær sönnun þess að ein-
hvers konar miðlun á erfðaefni ætti sér
stað á milli hinna ólíku frumna. Þetta
fyrirbæri var nefnt tengiæxlun, enda
gert ráð fyrir að um tengingu eða jafn-
vel samruna ólíkra bakteríufrumna
væri að ræða.
Rannsóknum á tengiæxlun miðaði
hægt áfram í fyrstu, en að nokkrum
árum liðnum tókst írska örverufræð-
ingnum William Hayes að greina skýrt
á milli tvenns konar bakteríustofna,
sem hlutu að gegna ólíkum hlut-
verkum við miðlun erfðaboða. Annars
vegar eru svonefndir F+ stofnar, sem
geta miðlað erfðaboðum til annarra
stofna. Hins vegar eru svonefndir F“
stofnar, sem einungis geta tekið við
erfðaboðum. Hér er því um nokkurs
konar kynskiptingu að ræða hjá bakt-
eríunum, en tengiæxlun þeirra er þó
vissulega gjörólík kynæxlun. Við kyn-
æxlun renna tvær ólíkar kynfrumur
saman og mynda svonefnda okfrumu.
Bakteríufrumur renna hins vegar ekki
saman við tengiæxlun heldur tengjast
þær fremur lauslega, og erfðaefni er
það eina sem flyst úr F+ frumu yfir í
F_ frumu (4.mynd). Reyndar er það
oftast nær aðeins hluti af erfðaefni F+
frumunnar sem flyst. Þegar inn í F_
frumuna er komið, getur svo farið að
skipt verði á innflutta erfðaefninu og
mótsvarandi erfðaefni á litningi F_
frumunnar. Þannig getur F_ fruman
öðlast nýja erfðaeiginleika. Það var
37