Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 52
1. tafla. Efnagreiningar gjósku. í 1. dálki er niðurstaða efnagreiningar sýnis af Jökuldal, úr gosi 1717 (úr grein Guðrúnar Larsen 1982, Tafla 1). í hinum dálkunum eru tölur úr efnagreiningum í grein Sigurðar Steinþórssonar (1977) með tilheyrandi ártölum. Ti02 - línan og FeO-línan eru athyglisverðar. Ekki er til greining á sýni frá 1702 úr Bárðarbungukjarnanum og sýni vantar úr hugsanlegum gosum 1726 og 1729. — Chemical analyses of lephra. The first column shows chemical analyses of tephra from an eruption 1717 which corresponds to analyses of eruptives from the Dyngjuháls-Veidivötn volcanic system. Other columns show analyses of tepltra found in an ice core from Bárdarbunga. Note the Ti02 and FeO-figures. 1717 1679 1702 1706 1707 1711 1716 1717 1720 1739 sío2 50,39 50,61 48,95 49,50 49,23 51,03 50,20 49,86 49,00 Al203 14,05 13,76 13,58 13,56 13,56 14,37 13,65 13,53 13,79 tío2 1,78 1,79 1,69 1,69 1,71 1,66 1,82 1,52 1,75 FeO 12,15 12,66 12,31 12,07 12,04 12,26 12,36 11,41 12,44 MnO 0,24 0,21 0,26 0,24 0,22 0,20 0,23 0,20 0,20 MgO 6,61 7,29 6,71 6,37 6,67 6,69 7,79 8,46 6,52 CaO 12,01 11,42 12,04 11,65 12,04 11,23 11,46 12,16 12,18 Na20 2,36 2,58 2,36 2,34 2,40 2,61 2,56 2,56 2,51 k2o 0,20 0,22 0,26 0,24 0,25 0,18 0,23 0,24 0,26 p2o5 0,17 0,17 0,18 0,16 0,17 0,13 0,18 0,18 0,18 áfram til 1729. Árin 1.726 og 1729 verða hlaup í Jökulsá og annálar greina frá gosi árið 1726, þótt ekki hafi enn fundist gjóska úr því né hugsan- legu gosi 1729. Gjóska frá 1739 í Bárðarbungukjarnanum ber einkenni Dyngjuháls/Veiðivatnakerfanna. Vegna fjölda nýrra gosmenja er Dyngjuháls líklegri gosstaður en Veiðivatnakerfið. Yfirlit yfir gosin er í 2. töflu. Forvitnilegt er að hugleiða hvort goshrina þessi hafi á einhvern hátt haft áhrif á Mývatnselda 1723—1729 (eða öfugt). Kröflukerfið er einna nyrsta kerfið í NA-gos- og rekbeltinu og er langt á milli þess og Dyngjuháls. í gossögu landsins virðist stundum örla á sérkennilegri fylgni gosa í mismun- andi eldstöðvakerfum, t. d. Dyngju- háls/Veiðivötn-TorfajökulI: 1477 og 1490, Grímsvötn-Þórðarhyrna: 1883- 1904 (1910). Til viðbótar má svo nefna hugsanleg kvikuhlaup, svo sem í Öskju-Sveinagjá 1875 og Grímsvötn- um — Lakagígum 1783/84. Innan skamms munu vafalítið koma til gögn sem varpa betra ljósi á hugsan- leg áhrif goshrinu í einu eldstöðvakerfi á önnur nálæg kerfi. 46

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.