Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 16
62
N Á T T ÚRUFRÆÐINGURIN N
Eins og fram kemur aí' undanfarandi upptalningu, eru 27 teg-
undir fjallaplantna meðal miðsvæðategunda Eyjafjarðar. Al hinum
17 tegundum Jteirra, sem vaxa á aðgreindum svæðum, eru til-
greindir 179 fundarstaðir. Af jDeim eru 160 á hinum jökullausu
svæðum, sem sýnd eru á 1. mynd, og næsta nágrenni þeirra, ]x>
svo að sárafáir fundarstaðir munu vera neðan hinna eiginlegu
jökulmarka. Af hinum 19 fundarstöðum, sem liggja utan eyjanna,
eru 2 svo óvissir, að ekki verður tekið tillit til þeirra. Fjallablá-
klukka og fjallabrúða eru merktar á uppdrætti í bók Gröntveds
(1924) í Eyjafirði, en gætu eins vel verið í byggðarfjalli. M eru 8
fundarstaðir 6 tegunda á Torfufellssvæðinu, Torfufell og Hafrárdal-
ur, en áður er gerð grein fyrir hugsanlegri eyju Jrar. Þrír fundar-
staðir eru norðan Svarfaðardals, Jrar sem víst er um fjölda eyja í
fjöllum. Þá er fundarstaður fjallkrækils á Kinnarfelli, sem áður er
getið. Einn fundarstaður er í Sölvadalsbotni, og hinir, sem eftir
eru, á Vaðlaheiði og fjallinu inn af henni, í nágrenni við eyjarnar
6 og 8. Af Jtessuin tegundum eru fjórar, sem fundizt hafa á svo mörg-
um stöðum innan tiltekinna eyja og næsta nágrennis, að í raun réttri
er fundarstaðafjöldi Jteirra miklu hærri en hér er tilgreint. Eru Jtað
allt tegundir, sem vaxa einnig á láglendi en í óslitnu samhengi við
hálcndiseyjarnar.
Dvergstör (Carex glacialis) vex víða um Kræklingahlíð og inn
fyrir Glerá. (5. mynd.)
Móastör (C. rupestris) er algeng að kalla má, bæði hátt og lágt um
allt miðbik héraðsins frá Höfðahverfi og Árskógsstrond að norðan-
verðu og inn í Hrafnagilshrepp og á Staðarbyggð og um mikinn
hluta Fnjóskadals, en ekki eru útbreiðslumörk hennar fullkunnug
Jjar. (7. mynd.) Utan Jjessa svæðis er hún sjaldgæf, nema í samhengi
við eyjasvæðin.
Héluvorblóm (Draba nivalis) er víða eða algengt til fjalla frá
Svarfaðardal inn í neðanverðan Hörgárdal eða á eyjunum 9—16 (10.
mynd). Auk þessa eru strjálir fundarstaðir á nokkrum eyjum öðr-
um, en aðeins 2 utan Jteirra.
Snænarvagras (Phippsia algida) er víða eða algengt á eyjunum
16—19, en aðeins fundið á einum stað utan eyja. (12. mynd.)
Þá eru hinar 10 tegundirnar, sem ýmist eru algengar eða staðar-
ákvarðanir eru ógreinilegri. Útbreiðsla tveggja þeirra, hvítstarar
og rauðstarar, er svo lítið könnuð, að af henni verður ekkert ráðið