Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 34
80
NÁTTÚRU FRÆÐIN G URI NN
þetta hefur verið graiið í eldra hraun á þessum stað, og eru lóð-
réttir hamraveggir báðum megin hins íorna gljúfurs, en slétt hellu-
hraun þekur nú botn þess. Farvegurinn er þarna allbreiður. Ekki
er vitað með vissu, hvaðan þetta eldra hraun er komið, en vel
gæti verið, að það hefði átt upptök sín á sömu slóðurn og Skaftár-
eldahraunið, enda er vitað að þar hafði áður gosið. Líklega er þó
að það sé úr eldsprungu þeirri, sem myndar Rauðhóla norðan við
Brattháls og Rauðhól vestan við Miklafell, en sú gossprunga virð-
ist vera í sigdal (Graben), sem liggur þvert um norðanvert Mikla-
fell. Hraunið það hið nýja þvingaði Hverfisfljót austur fyrir
Hnútu, þar sem það nú rennur í miklum fossum og hávöðum. Ur
Miklafelli héldu þeir félagar norður í Blæng, en af honum er hið
ákjósanlegasta útsýni yfir hraunin að fjallabaki, allt frá jökli, vest-
ur að Leiðólfsfelli, norður að Fögrufjöllum og um austurhluta
þeirra frá jökli og suður að Hnútu og Miklafelli.
Ekki gat Magnús og félagar hans þó notið Jsessa mikla útsýnis,
})ví svo var mikil gufa upp af hraununum að lítt virðist hafa til
þeirra sést og eldstöðvanna sjálfra. Eldborgaraðirnar, sá hann ekki.
Magnús getnr Joó um fjall, sem hann ekki nafngreinir og hann
Itafi séð í móðunni norður af Blæng. Hann getur þess til, að J)að
sé hið eiginlega eldfjall, en bætir því þó við, að ekki hafi hann getað
séð, hvort fjall þetta væri gamalt eða hafi myndast við gosið, J). e.
væri eldgígur, sem hlaðist hefði upp í gosinu. Fjall Jaað, sem
Magnús talar svona um, getur naumast annað verið en Laki, enda
þótt hann sé algerlega rangt staðsettur á korti Magnt'isar, sé J)að
hann sem á því er merktur sem „Vulcan“.
Er þó nokkuð nærri farið um eldstöðvarnar, Jdví eins og allir
vita, er Laki klofinn af eldsprungunni miklu, sem gaus 1783, og
gígir eru báðum megin fjallsins og hraunstraumar miklir eru J)að-
an komnir. Þeir Magnús gerðu tilraun til að komast yfir liraunið
að fjallinu, en urðu frá að hverfa vegna hita, og einnig var yfir Jjví
svo mikil móða, að ekki sást nema nokkra faðma. Voru Jneir því
hræddir um að rata ekki altur til sama „lands“. Þarna virðist hafa
munað litlu, að Magnús kæmist að eldsprungunni fyrstur allra
manna, því hraunkvísl sú, er skilur Laka frá Varmárfelli, er á kafla
örmjó.
Magnús heldur svo vestur með hrauninu, líklega allt vestur að
hrauntanganum, sem er austan við svo nefndan Eyrahólma. Á þess-