Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 50
9f> N Á T T Ú R U F RÆ Ð IN G U RI N N voru lögmál erfðanna, og aðeins alger útrýming myndi hafa getað komið í veg fyrir, að þessi þróun ætti sér stað, þótt hendingin ein hafi ekki aðeins ráðið því, að lífið varð til, heldur líka, hvernig líf- verur þróunin skapar. í>að má ef til vill segja, að einkum þrennt hafi valdið þróun lífs- ins öðru fremur. í fyrsta lagi er það grundvöllur alls, sem lifir og hrærist, hæfileikinn til að auka kyn sitt. I öðru lagi er það hæfi- leikinn til að auka fjölbreytnina og skapa nýja eiginleika, en það gerist, þegar breytingar verða á hlekkjunum í DNA kirnisýrun- um; það köllum við brigðir eða stökkbreytingar. Brigðunum rná ef til vill líkja við nýyrði eða snjallar setningar, sem setja má sam- an úr stafrófi lífsins með aðstoð stuðla erfðanna án þess að maður þurfi að bæta við staf eða skipta um stuðul. í þriðja lagi er það sú íhaldssemi, sem leitast við að halda við þeirri fjölbreytni, er brigðirnar skapa, en stokka henni samt á ýmsa vegu; það köllum við ættgengi. Án ættgengi væri ekkert samband rnilli ættliðanna. Án brigðanna væri engin fjölbreytni og lífið hefði aldrei orðið annað en hin fyrstu frumstæðu lifandi efnasambönd af DNA og nokkrum amínósýrum, eða ein hnyttin staka, sem prentuð hefði verið í ótal óbreyttum eintökum, af því jafnvel kynæxlun hefði ekki getað bætt við liana orði eða setningu. Kviknun lífsins og þróun þess eru í raun og veru aðeins liður í þeirri keðju viðburða, sem hófust fyrir eilífð, þegar orkan samein- aðist og myndaði efnið. Efnið jókst að fjölbreytni stig af stigi og varð að vetrarbrautum og sólkerfum og reikistjörnum. Ein þessara reikistjarna varð að okkar jiirð. Þegar jörðin liafði kólnað svo, að gufuhvolf og síðar vatn gátu myndazt, sköpuðust ný efnasambönd, sem urðu flóknari og I'j(">lbreyttari, þegar tímar liðu fram. Stafróf lífsins, hinar tuttugu amínósýrur, urðu til og komust smám saman undir stjórn stuðla erfðanna, DNA og lútunum þess fjórum, og sköpuðu um leið lífið sjálft. Hið fyrsta líf var frumstæðara en nokk- ur lífvera, sem við þekkjum eða höfum fundið leifar af. Samt var það upphaf þess, sem koma skyldi. Til þess rekjum við ættir allra þeirra jurta og dýra, sent á vegi okkar verða, og alls þess lífs, sent verið hefur og verða mun. Og við erum sjálf aðeins örlítill dropi, sem kemur og fer, en hvorki ntiðdepill heimsins né eftirmynd hins almáttuga skapara himins og jarðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.