Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 26
72 NÁ T TÚRUF RÆ F> IN G U RI N N annaðhvort inni í eða í nágrenni við meginjökulinn. Þá eru eftir 10 tegundir af suðlægum uppruna, sem ég tók með vegna þess að útbreiðsla þeirra fellur inn í miðsvæði hinna norrænu tegunda, og engin þeirra er talin líkleg, til að dreifast með mönnurn. Þetta sýnir að fullyrðing Sturla um að svalviðristegundirnar einkenni ekki mið- svæðin, er vægast sagt hæpin. Sturla bendir réttilega á, að nokkrar fjallaplöntur hafa fundizt á víð og dreif um hálendið utan miðsvæðanna, þótt þær séu þar miklu þéttastar, enda þótt ofhermt sé, að „svalviðrisjurtirnar séu að mestu dreifðar um hálendið“. En þá má betida á, að á síðasta jökulskeiði hefur verið miklu meira um auð svæði og tinda, sem stóðu upp úr jökulbreiðunni, en var þegar jöklar náðu hámarki fyrr á ísöldinni og miðsvæðin urðu til. Milli jökulskeiðanna hafa tegundirnar vit- anlega breiðzt út og geta síðan hafa einangrast á ýmsum hnjúkum og fjöllum utan hinna eiginlegu miðsvæða. Þá segir Sturla, að skandinaviskar tegundir vaxi helzt austan- lands, þær tegundir, sem vaxi vestanlands, séu einnig til fyrir vestan haf, hlýviðristegundirnar vaxi sunnanlands, en svalviðristegundirn- ar norðanlands, vitanlega er hér eingöngu rætt um miðsvæðaplönt- urnar. Ekki mun þó þessi fullyrðing nægja til þess að ganga af mið- svæðakenningunni dauðri, þótt fullsönnuð væri. Það er að vísu rétt, og hefir verið bent á það fyrir löngu, að flóra Norðurlands í heild er með nokkru kaldrænni blæ en flóra Suðurlands, meðal annars af því, að nyrðra er meira af háfjöllum og háfjallategundum. En ef vér athugum miðsvæðategundirnar, ]iá er þess að gæta, að ég tel einungis þrjár tegundir einkennandi fyrir Mýrdalssvæðið, þær vaxa einnig á öðrum miðsvæðum, ein þeirra grástör (Carex flacca) þó einungis á Austfjarða- og Hvalfjarðarsvæðunum. Önnur, villilín (Limim carharticum) er allt að því eins algeng við Eyjafjörð og á Mýrdalssvæðinu, og hin þriðja þeirra, köldugras (Polypodium vulgare), vex einnig vestan-, norðan- og austanlands. En annars hefi ég tekið það fram, að ég tel Mýrdalssvæðið vafasamast miðsvæð- anna, einmitt vegna þess, að þar vantar hinar hánorrænu fjalla- plöntur. Samanburður á Austur- og Vesturlandi leiðir að vísu í ljós, að austanlands eru fleiri tegundir, sem aðeins hafa fundizt austan Atlantshafsins, en á Vestfjörðum. Þó er það naumast svo áberandi, að af því verði nokkuð fullyrt. Alls munu 4 tegundir austrænar hafa fundizt á Austurlandi, En um tvær þeirra er það að segja, að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.