Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 25
NÁTTÚ RU FRÆÐIN G U RI N N 71 það þá ekki allt eins stalað af því, að þær hefðu staðnæmst þar á leið sinni ofanað frá hinum fornu jökuleyjum? í sambandi við dreifingu lræja með fuglum, telur Sturla aðeins stigsmun á því, livort þeir flytji fræ yfir breitt úthaf eða milli lands- hluta. Ég lreld sá stigsmunur sé býsna stór. Að minnsta kosti virðist það töluvert léttara fyrir t. d. rjúpu að llögra, ef svo mætti að orði kveða, þúfu af þúfu frá Bárðardalsfjöllum til Mývatns, en frá Skandinavíu eða Grænlandi til íslands. Þótt luglar beri sannanlega fræ milli staða á íslandi, er það ekki sönnun á stórkostlegum fræja- flutningi þeirra yfir úthafið, þótt hann vitanlega geti átt sér stað. Höf. nefnir dvergtungljurt (Botrychium simplex) í Þjórsárdal, sem sönnun þess, hversu hæpnar fullyrðingar sé um ísaldarstöðu plantna. Ég held enginn hafi nefnt hana í því sambandi, né talið þennan fund- arstað sanna nokkuð í umræddum málum. Plantan fannst á svæði, þar sem plantað hafði verið trjáplöntum, sem komnar voru beint frá Noregi, og er ekki ósennilegt, að þannig sé ht'in til komin. í sambandi við það, sem höf. segir um flutning tegunda með mönn- um, má geta þess, að í ritgerð minni 1962 get ég þess til, að villi- laukurinn (Allium oleraceum) liafi verið fluttur til Borgarfjarðar til lækninga, og að nokkrar tegundir um miðbik Suðurlands kunni að hafa flutzt hingað með Pöpum, var getgáta mín þegar 1949, svo að slíkt hefir engin áhrif á það, sem hér er um rætt, og ekki ný til- gáta Sturlu Friðrikssonar. Sturla vill ekki gera mikið úr tilveru miðsvæðanna, og að þau séu sönnun lyrir ísaldarstöðu plantna, meðal annars vegna þess, að „það eru ekki fjalla- og svalviðrisjurtir, sem eru einkennandi fyrir miðsvæðin. Svalviðrisjurtirnar eru einmitt að mestu dreifðar um hálendið, en láglendis- og hlýviðrisjurtirnar einangraðar." (Frið- riksson 1962, bls. 185). í ritgerð minni 1962 eru taldar 107 teg- undir, sem gætu hafa lifað af ísöldina. Að vísu eru þær ekki allar miðsvæðaplöntur, því að sumar hinna vestur-arktísku plantna lrafa dreilzt um land allt. Af þessum 107 eru 29 tegundir hreinar fjalla- plöntur, 40 tegundir eru norrænar tegundir, sem talið er sennilegt með meiri eða minni líkum að hali lifað af ísöldina annaðhvort í Skandinavíu eða í Grænlandi, nema hvorttveggja sé. Af þeim 38 tegundum, sem þá eru eftir, eru 28 tegundir úr plöntuhópum, sem sænski grasafræðingurinn Hultén telur arktískar eða norðlægar (arctic or boreal) og hyggur að geti hafa lifað á auðum svæðum,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.