Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 anna og flytja nýja og gamla eiginleika milli ættliðanna. í hvert sinn, er nýr eiginleiki varð til vegna breytinga á eða viðbóta við það DNA, sem fyrir var, gat hann flutzt til næsta ættliðar beint frá foreldri til afkvæmis, og ef þessir eiginleikar voru betri en hinir gömlu, urðu þeir ofan á í lífsbaráttunni. En eiginleikar, sem urðu til í öðrum frunrum, gátu ekki flutzt yfir til hinna með- an æxlunin byggðist á skiptingu einni sarnan. Það er því sennilegt, að nrjög snennna hafi einlrvers konar kynæxlun eða samruni fyrir skiptingu orðið til, svo að nýir eiginleikar gætu sanreinazt og fjöl- breytnin aukizt og margfaldazt við að gömul og ný kon stokkuðust saman á alla vegu ættlið eftir ættlið. Það yrði of flókið mál að reyna að skýra grundvöll kynæxlunar- innar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir sem stendur, en senni- lega var kynskipting hinna elztu lifandi vera álíka einföld og hjá vissum gersveppum. Þótt þeir séu nákvæmlega eins að öllu útliti og hvað snertir öll efnaskipti, má skipta hverri tegund í tvo flokka eftir því hvaða efni eru á yfirborði þeirra. Að jrví er menn bezt vita, er sérstakt eggjahvítuefni á yfirborði annars flokksins, en syk- urefni á hinum. Þessi efni hrinda sínum líkum frá sér, og geta dreg- izt hvort að öðru, svo að frumurnar geta ekki aðeins snerzt heldur líka runnið saman. Aðalatriðið er ef til vill ekki, hvernig kynæxl- unin gat orðið til í upphafi, heldur hitt, að hún varð grundvöllur- inn að allri frekari þróun lífsins, af því að hún gat aukið fjölbreytn- ina nær endalaust með því einu að stokka saman þeim eiginleik- um, sem til voru. Enginn veit, hvað olli kviknun lífsins, en sennilega var það rök- rétt afleiðing jress lögmáls þróunar efnisins, sem hófst, þegar liin fyrsta frumeind varð til; þau lögmál efna- og eðlisfræði, sem réðu þróun efnisins, réðu líka þróun hinn lifandi vera. Þótt hugsan- legt sé, að lífið hafi orðið til oft á alllöngu tímabili, meðan sérstak- ar aðstæður voru fyrir hendi í vatninu, virðist samt margt benda til þess, að sameining þeirra afar flóknu efnasambanda, sem eru grundvöllur þess, hafi aðeins átt sér stað einu sinni. En strax og liinar fyrstu lífverur höfðu skapazt með aðstoð þeirra lögmála, sem enn ráða yfir hinum dauða heimi, tóku við ný lögmál, sem ákváðu, hvernig þetta frumstæða líf skyldi vaxa og dafna og geta af sér fjölbreytni, sem á sér engan líka meðal hinna dauðu efna. Þetta

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.