Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 48
94
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þótt kirnisamböndin fjögur virðist vera einföld efni, eru þau
meðal flóknustu sambanda, sem til eru, og enn er það á huldu,
hvernig og hvenær kirnisýrurnar urðu til. En hið fyrsta líf skapað-
ist, þegar þær byrjuðu að raða saman stafrófi hinna tuttugu amínó-
sýra. Síðan hefur fjölbreytni lífsins aukizt og margfaldazt alveg
eins og bækur og rit hafa orðið að stöðugum straumi síðan mönn-
um fyrst datt í hug að raða saman bókstöfunum.
Hið fyrsta líf varð sem sagt til, þegar stuðlar erfðanna í DNA
höfðu myndað sínar fyrstu stuttu keðjur, sem gátu raðað saman
stafrófi amínósýranna. Þessar fyrstu veirur eða frumur voru svo
frumstæðar, að þær gátu aðeins valdið einföldustu efnabreyting-
um til að byggja upp og breyta þeirri orku, sem þær þurftu að
taka úr hinum lífrænu efnum til að geta lifað og vaxið og aukið
kyn sitt. Síðan bættust aðrar og flóknari efnabreytingar við, um
leið og DNA samböndin urðu flóknari og fruman stærri, en það
hefur tekið óratíma að breyta hinum fyrstu lifandi verum í þær
frumur, sem við þekkjum frumstæðastar, enda eru sameindavélar
þeirra eins og samsafn gífurlegra efnaverksmiðja samanborið við
einfaldan heimilisiðnað hinna fyrstu lífvera.
Það stig var eflaust mikilvægast í þróun frumanna, þegar þær
lærðu að búa til sykur úr vatni og kolsýru og losa um leið súrefni,
enda skapaði það nýjar leiðir til matar og myndaði andrúmsloftið.
Fyrst í stað unnu frumurnar þó orkuna úr sykrinum aftur með
gerjun einni saman, en seinna lærðist þeim að nota súrefnið að
nýju til að brenna sykrinum og vinna þrítugfalt meiri orku úr
honum en hægt er að gera með gerjuninni einni saman. Þá teg-
und bruna köllum við öndun, og hún gerði lífinu kleift að þróast
að miklum mun hraðar og xnynda jurtir og dýr eins og við þekkj-
um þau nú. Samt eru enn til frumur, sem ekki þurfa að anda, og
krabbameinsfrumur eru taldar hafa snúið aftur á stig gerjunar í
stað öndunar, að því er sumir halda frarn. Án öndunar hefði lífið
aldrei orðið fjölþætt og aldrei getað þróazt á hin æðri stig.
Annar eiginleiki, sem frumurnar skixpuðu sér snemma, er hin
svokallaða kynæxlun, en það er samruni tveggja fruma, sem síðan
skiptast og mynda nýja einstaklinga með blimduðum eiginleikum
beggja foreldranna. Hinar fyrstu lífverur æxluðust eflaust með
skiptingu einni saman, en á þann hátt er hægt að auka fjölda frum-