Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 41
NÁTT Ú R U F R Æ ÐINGURINN 87 2. mynd. Bakteríuveiðar á Surtsey. Microbe hunting on Surtsey. berast til eyðieyjar og lielja þar landnám, getur rannsókn á til- komu lít’s á Surtsey haft sérstakt gildi fyrir þekkingu okkar á að- flutningi jurta og dýra til íslands. Nokkuð er umdeilt meðal náttúrufræðinga, hvort þurrlendis- jurtir og dýr hafi að mestu leyti borizt til fslands eftir landhrú, sem tengdi eyjuna við meginlandið fyrir síðasta ísaldarskeið, eða hvort gróður og dýralíf hali aðallega horizt eftir öðrum leiðum að ísöld lokinni. Að ýmsu leyti getur rannsókn á landnámi lífs á Surtsey varpað nýju ljósi yfir þetta vafamál. Surtsey er smámynd af ördauða landi í norðanverðu Atlantshafi, eins konar náttúrugerð rannsóknarstöð. Þar ætti að vera unnt að lylgjast með flutningi lífvera eftir ýmsum leiðum um og yfir Atlantsála. Fundur framangreindra lífvera sýnir það, hve fljótt fuglar, pliint- ur og flugur hal'a getað borizt til eyðistaðar án þess að um flutning el'tir landi sé að ræða. Plöntuhlutar þeir, sem fundust, voru að vísu allir af strandjurtum, en ekki er ósennilegt, að lægri sem æðri plönt- ur muni einnig geta bori/.t þangað.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.