Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 28
74 NÁTT ÚRU FRÆÐIN GURIN N vaxi á einu þeirra. Sama máli gegnir um flóðapuntinn (Glyceria fluitans). Ég tel mig hafa fært gildar líkur fyrir því, að hann sé fluttur með mönnum til landsins. Þess skal þó getið að Löve (195fi) mun telja þessar tegundir til ísaldartegunda, en ekki fyrst og fremst vegna þess, að þær séu mið- svæðaplöntur, heldur af því hann telur a. m. k. flóðapuntinn sér- stakt íslenzkt afbrigði. Ég vil geta þess hér, að þótt okkur Löve greini ekki á um aðalatriði Jressa máls, þ. e. ísaldarstöðu plantna á Islandi, erum við ekki sammála um sumar Jxer tegundir, senr líkur benda til að flutzt hafi mcð mönnum, jafnvel þótt af Jreiin séu sérstök íslenzk afbrigði. Færði ég nær sömu rök fyrir því (Steindiírsson 1962 bls. 137) og Sturla gerir á bls. 184, Jrar sem hann ræðir um hin sérstöku íslenzku afbrigði. En þegar finna skal mótrök gegn ísaldarstöðu plantna væri a. m. k. réttast að taka fyrir þær tegundir, sem fylgismenn kenningarinnar eru sammála um að séu ísaldarteg- undir. Ég fagnaði því, að málið skyldi tekið til umræðu með fyrirlestri Sturlu Friðrikssonar, því að við umræður má alltaf búast við að eitt- hvað nýtt komi fram og uppruni íslenzku flórunnar verði endur- skoðaður, eins og Sturla kemst réttilega að orði. En satt að segja hafði ég væn/.t Jress, að höf. kæmi fram með fleiri nýjungar og rannsóknaratriði, sem taka þyrfti alvarlega fyrir, en raun bar vitni um. Sturla segir að lokum: ,,ber allt að sama brunni með Jrað, að auðveldara virðist að skýra tilkomu flórunnar með aðflutningi jurta l'rá nágrannalöndunum eftir ísöld, en að Jxer hafi lifað hér á auðum svæðum“ (bls. 187). Þar sem ég ræði útbreiðslu miðsvæða- tegunda við Eyjafjörð, þar sem sannanlega hafa verið auðar hlíðar sums staðar niður undir sjávarmál, Jrykist ég hafa sýnt, að léttara er að skýra sérkennilega útbreiðslu þessara tegunda um héraðið með því, að Jjær hali dreifzt lrá hinum auðu svæðum, en að þær hafi komið til landsins eftir jökultíma og Jrá forðast Jrá staði, sem ljarstir liggja auðu svæðunum, en haldið sig einkum í nágrenni þeirra. En enginn skal vera mér fúsari til að viðurkenna, að enn sé margt ókannað í þessum efnum, og ekkert getur fært oss heim fullar sönn- ur í þeim, annað en rannsókn, unnin af fullri alúð og umhyggju fyr- ir því, að halá einungis Jrað, sem sannara reynist.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.