Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 23
N Á T T Ú R U F RÆ F) J N G U RI N N
69
má heita að miðsvæðaplönturnar hverfi að mestu, mætti það furðu
gegna, ef fjallaplönturnar hefðu borizt til landsins eftir jökultíma,
með hafi, vindum eða fuglum, að þær hefðu svo vendilega snið-
gengið þá hnjúka, sem voru jökli huldir á ísöldinni, en einungis
tyllt sér á hina.
Um láglendissvæðin má benda á: Stærsta samfellda láglendið, sem
ekki liggur undir jökuleyjafjöllum, er Svalbarðsströnd, og síðan
dalirnir fyrir innan Grund í Eyjafirði. Á þessum láglendissvæð-
um finnast naumast nokkrar miðsvæðaplöntur, og tæplega, nema
í nánd við eyjarnar. Eru þar einkum athyglisverðar þær tegund-
ir, sem hafa samfelld útbreiðslusvæði. Erfitt er að hugsa sér, að
landtaka hafi verið erfiðari plöntum á Svalbarðsströnd en á Látra-
strönd eða Vesturlandinu, né hinir skjólsælu dalir Eyjafjarðar
bjóði lakari skilyrði eða lélegri viðtöku nýjunr tegundum en út-
sveitirnar.
Að endingu vil ég taka fram. í ritgerð minni 1962 lágu ekki fyrir
óhrekjandi staðreyndir um auð svæði á jökultíma. Þess vegna mátti
draga ísaldarstöðu plantna í efa, og leita annarra skýringa á út-
breiðsluháttum þeirra tegunda, senr kallaðar eru nriðsvæðaplöntur.
Eins og nú er nrarg fram tekið, eru jress skýlaus nrerki, að við Eyja-
fjörð eru svæði, senr alltaf stóðu upp úr jökli. Það er einnig stað-
reynd, að miðsvæðaplöirturnar fylkja sér á eða í næsta nágrenni
þessara svæða, miklum nrun meira en um aðra hluta héraðsins. Og
verður þá ekki líklegra, að þær hafi átt heima á þessum svæðum
síðair fyrir jökultíma, exr að hendingitr eiir hafi borið þær þangað
og leyft þeim að gróa þar eftir að jökla leysti af lairdinu? Mér virðist
naumast geta leikið vafi á svarinu.
II.
NOKKRAR ATHUGASEMDIR
Þess var að vænta, að ýnrisleg andmæli kæmu franr gegrr þeirri
skoðun, að plöntur lrefðu lifað lrér á landi yfir jökultímann, og
verulegur hluti nritímaflóru landsins væri ísaldarplöntur, ekki sízt
meðan ekki lágu fyrir ótvíræðar jarðfræðilegar sannanir um auð
svæði á jökultímanum. Er Jrað og vænlegast, til jress að réttar niður-
stöður fáist, að nrálin séu rædd og rakin.
í Náttúrufræðingnum 4. h. 1962 tekur dr. Sturla Friðriksson þetta