Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 8
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111111111 i 111II1111II11111111II111111111111IIIII1111111111111111II1111111111111111111II1111II1111111111111111111111111111111111111II1111111111 ■ ■ 11111111111III í'<! nám til erlendrar stórborgar og geta sér frama og frægð á alþjóða- mælikvarða, hafa Dr. Bjarna opnazt nýir heimar daglega við hið margbreytta vísindastarf, sem hann hefur af hendi leyst, auk þess. sem hann hefur starfað í nánu sambandi við menn úr öllum stétt- um þjóðfélagsins og við aðra vísindamenn um mikinn hluta heims- ins. Hvaða þýðingu samstarfið við íslenzka fiskimenn hefur haft fyrir hann sjálfan, sést bezt á því, að hann hefur tileinkað þeim veigamesta ritið, sem eftir hann liggur, bókina um íslenzku fiskana. Um leið og Náttúrufræðingurinn þakkar þeim, sem lagt hafa skerf að þessu hefti, vil eg sérstaklega senda prófessor Ad. S. Jen- sen beztu þökk frá ritinu fyrir það, að hann hefur tekið að sér að mæla fyrir munn hinna mörgu, sem frá ýmsum framandi löndum senda Bjarna Sæmundssyni árnaðaróskir í dag. Þess skal einnig getið, að brjóstmynd sú, sem myndir birtast af í þessu hefti, er gerð af hr. Marteini Guðmundssyni, tengdasyni Dr. Bjarna, að tilhlutun Hins íslenzka Náttúrufræðifélags. Eg get ekki stillt mig um að láta í ljós ánægju mína yfir því, hve prýðilega þetta lista- verk hefur tekizt, og óska hinum unga listamanni til hamingju með vel unnið starf. Þótt Dr. Bjarni hafi unnið sitt mikla lífsstarf í kyrrþey, langt frá vopnagný pólitískra bardaga og dægurdeilna, hafa hon- um þó hlotnazt margar viðurkenningar bæði frá íslandi og öðr- um löndum. Og í dag, þegar sjötíu ár eru að baki lögð, minnist hans fjölmennur vinahópur. Vinirnir minnast Dr. Bjarna Sæ- mundssonar sem hins sístarfandi vísindamanns, sem formanns Hins íslenzka Náttúrufræðifélags, sem forstjóra Náttúrugripa- safnsins í Reykjavík, sem eins þeirra manna, er hafa skipað Vísindafélag fslendinga og Fiskifélag fslands, sem höfundar kennslubóka, er notaðar hafa verið í mannsaldur, sem ráðu- nauts ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum í áratugi, sem; kennara þorrans af embættismönnum landsins, og síðast en ekki sízt minnast þeir hans vegna persónu hans og prúðmannlegrar framkomu. Náttúrufræðingurinn mælir fyrir munn margra, þegar hann flytur Dr. Bjarna Sæmundssyni beztu árnaðaróskir í dag, á sjö- tugsafmæli hans. Allir óska þess, að hans megi enn sem allra lengst við njóta, því að allir, sem þekkja Bjarna Sæmundsson, eru vinir hans. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.