Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 55 vimiiiiiiiiimiimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiimiiiiimiiiiimmmiiimiiiiiiiiiiiiiHiiii Bjarni Sæmundsson. 1867 — 15/4 1937. Þegar Dr. phil. Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, kom til Danmerkur sem ungur stúdent, til þess að leggja stund á náttúru- fræði og landafræði við Hafnarháskóla, var lagður grundvöllur undir lífsstarf, sem átti eftir að verða til hinnar mestu nytsemd- ar fyrir ættjörð hans. Eftir að hann hafði lokið embættisprófi, árið 1894, og var orðinn kennari við Menntaskólann í Reykjavík, tók hann með framúrskarandi dugnaði að rannsaka dýraríki íslands, en árang- urinn af þessu starfi sínu hefir hann birt í fjölda ritgerða um þetta efni. Á árunum 1897—1934 hafa komið út eftir hann 16 ritgerð- ir, af mismunandi stærð, í tímaritinu „Videnskabelige Meddelel- ser fra Dansk Naturhistorisk Forening", undir sameiginlegu heiti: „Zoologiske Meddelelser fra Island“. Ritgerðirnar hafa ver- ið um spendýr, fugla, fiska og mörg lægri dýr, einkum um út- breiðslu þeirra og lifnaðarhætti. Fyrir þetta sama tímarit hefir B. Sæm. auk þess ritað tvær sérstakar ritgerðir um hveljudýr (hydroidea) og sæliðorma (annelidae polychætae). B. Sæm. hefir með sérstökum dugnaði og áhuga lagt stund á fiskirannsóknir við Island, rannsakað lifnaðarhætti og nytsemi fiskanna, og farið til þess óteljandi ferðir á ýmsum fiskiskipum og rannsóknarskipum. Á þessum rannsóknum hefir hann m. a. byggt ritgerðir, sem hann hefir skrifað í tímaritið „Meddelelser fra Kommissionen for Havundersögelser“, en þær eru: „Continu- ed marking Experiments on Plaice and Cod in Icelandic Waters“ (1913), „On the Age and Growth of the Cod (Gadus callarias) in Icelandic Waters“ (1923), „On the Age and Growth of the Had- dock (Gadus æglefinus) and the Whiting (Gadus merlangus) in Icelandic Waters“ (1925) og „On the Age and Growth of the Col- fish (Gadus virens), the Norway Pout (Gadus Esmarki) and the Poutassou (Gadus poutassou) in Icelandic Waters“ (1929). I rit- safninu „Skrifter udgivet af Kommissionen for Havundersögelser“ hefir hann ennfremur gefið út mjög þýðingarmikið og víðlesið rit, sem heitir: „Oversigt over Islands Fiske, med Oplysning om deres Fbrekomst, vigtigste biologiske Forhold og ókonomiske Betyd- ning“ (1909).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.