Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 14
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIJJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIV Af þeim ritgerðum, sem B. Sæm. hefir gefið út á síðari tím- um, vil eg aðeins nefna þá, sem fjallar um þær merku breytingar, sem orðið hafa á dýralífinu í hafinu kringum ísland á síðustu áratugum og höf. setur í samband við, að loftslagið hefir breytzt til batnaðar (sbr. Conseil permanent international pour l’Explo- ration de la Mer. Rapports et Procés-verbaux, Vol. LXXXVI, 1934). Auk þeirra vísindalegu ritgerða, sem B. Sæm. hefir gefið út á ensku og dönsku, liggur einnig mjög mikið eftir hann á móður- máli hans. 1 tímaritinu „Andvari“ eru þannig kringum fimmtíu ritgerðir, sem hann hefir skrifað um rannsóknir sínar á íslenzk- um dýrum, og í „Skýrslu um hið íslenzka Náttúrufræðifélag“ er fjöldi ritgerða eftir hann um íslenzk dýr. Meginárangurinn af fiskirannsóknum sínum við ísland hefir B. Sæm. dregið saman í „Fiskarnir“ (Pisces Islandiæ), sem er 528 bls. bók, með 266 myndum og korti, og kom út árið 1926 í Reykjavík. Eftir almenna lýsingu á ytri og innri gerð fiskanna gerir höf. grein fyrir öllum fiskategundum, sem fundizt hafa við ísland, sérkennum þeirra, heimkynni, lifnaðarháttum og nytsemi. Þessi bók stendur fullkomlega jafnfætis allra beztu ritum af sama tæi í öðrum löndum, og er til sóma fyrir vísindabókmenntir Is- lands. Stytt útgáfa hefir birzt á ensku, og nefnist: „Synopsis of the Fishes of Iceland“ (1927). Á titilblaði bókarinnar um fiskana er yfirtitillinn: „íslenzk dýr I“, en á eftir þeirri bók hafa komið frá höfundarins hendi nr. II: „Spendýrin“ (1932) og nr. III: „Fuglarnir“ (1936), tvær mjög miklar bækur, sú fyrgreinda 437 bls. með 210 myndum, og sú síð- arnefnda 700 bls. með 252 myndum. Hér er íslenzkum spendýrum og fuglum gerð nákvæm og alhliða skil, alveg eins og fiskunum í fyrstu bókinni, og bera báðar bækurnar Ijóst vitni um hina miklu þekkingu höfundarins, einnig á þessum dýraflokkum lands- ins, þekkingu, sem unnizt hefir við rannsóknir langrar æfi. I þessum þremur bókum hefir B. Sæm. gert grein fyrir öllum íslenzkum hryggdýrum og unnið afrek, sem hlýtur að vekja að- dáun og virðingu og mun lifa um aldur og æfi. B. Sæm. stendur einnig framarlega sem alþýðlegur rithöf- undur um vísindaleg efni. Með fjölda greina í dagblöðum og tíma- ritum hefir hann haldið uppi fræðslustarfsemi um náttúrufræði- leg og landafræðileg efni, sem er í heiðri höfð í föðurlandi hansr en auk þess hefir hann samið kennslubók í dýrafræði (205 bls.) og landafræði (224 bls.) handa æðri skólum, og hafa báðar þær

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.