Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 59 nimimiiciiiuiiiiiHiiiiiMitiiiiiiiiiiiiiuiuiKinmiiiiiiiiiiiimiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii xinum og sundþörungunum. Þekking vor á kalkþörungunum, sem teljast til hins svonefnda dvergsvifs (Nanoplankton), er vegna smæðar þeirra enn svo glompótt, að ekki er hægt að gera þeim jjau skil sem skyldi í stuttri grein sem þessari. Sama er að segja um bakteríur sjávarins. Áður en lengra er farið, skal hér drepið .á helztu rannsóknir, sem gerðar hafa verið á svifinu við strend- ur Islands, og árangur þeirra. II. Um og eftir aldamótin síðustu rannsökuðu danskir vísinda- menn allítarlega svifið í sjónum kringum Island. Tókst þeim með athugunum sínum að skapa áframhalds-rannsóknum haldgóða undirstöðu. Þó leið langur tími, unz rannsóknarstarfinu væri hald- ið áfram. Var það ekki fyrr en 1932, að rannsóknir voru hafnar fyrir alvöru að nýju. Voru það einkum Þjóðverjar og Danir enn á ný, sem tóku þátt í þeim, og hafa haldið þeim áfram öðru hvoru síðan. Rannsóknir þessar hafa leitt í ljós, að hið árlega þróunar- skeið svifsins er í stórum dráttum sem hér segir. Á vorin, í byrj- un maímánaðar eða jafnvel í apríl, þegar sólin fer verulega að hækka á lofti, fer fyrst kísilþörungunum að fjölga. Fjölgunin er afar ör og nær þessi vorgróður kísilþörunganna hámarki sínu í maí og júní. Á þessum tíma árs má segja, að sjórinn í kringum allt land mori af kísilþörungum. I júnílok eða í júlí minnkar snögglega kísilþörungamergðin stórkostlega og í þeirra stað koma sundþörungarnir, sem lítið hefur borið á áður og ná hámarki sínu í júlí og ágúst. Sundþörungasvifið er mjög blandað svifdýr- um, en til þeirra telst rauðátan og önnur helztu átudýr síldarinn- ar, sem einnig virðast ná allmiklu hámarki á þessum tíma árs. Á haustin tekur kísilþörungunum að fjölga ört að nýju og kemur þetta hausthámark þeirra fram í ágúst og september við suður- og vesturströndina, en ekki fyrr en í september og október við norður- og austurströndina. Hausthámark þetta jafnast þó ekki á við vorhámarkið. Kísilþörungasvifið á þessum tíma árs er auk þess mjög blandað leifum sundþörungasvifsins, einkum í hlýja sjónum við suður- og vesturströndina, þar sem sundþörungarnir standa í allmiklum blóma nokkuð fram eftir haustinu. Þegar svo vetur gengur í garð með lækkandi sól og dvínandi birtu, dregur mjög úr öllum svifgróðri og eins fækkar svifdýrunum mikið. Þessi hnignun svifgróðursins og fækkun svifdýranna virðist halda áfram allan veturinn, þar til geislar hinnar hækkandi sólar á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.