Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 iHiimimiimiiiiiiiiiiiiimimimiiiimmmiimiiiiiiiimiiiimmmiimiiiiiimiiiiiiiimiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiii og þess vegna hefði borizt hingað svo miklu meiri reki en venja væri, enda væri sumt unninn viður, og trén lítið eða ekkert ís- núin, og hefðu því eigi velkzt innan um hafís. En aðrir, og þeirra á meðal Guðjón hreppstjóri Guðmundsson á Eyrum, héldu, að viður þessi hefði komið frá Síberíu, og mundi hafa týnzt, er honum var fleytt til sjávar. Telja má víst, að þessi síðari skoðun sé réttari, og má nú færa fleiri líkur fyrir því, því að það vildi svo vel til, að rússnesk- ir vísindaleiðangrar hafa á undanförnum sumrum varpað í sjó- inn í íshafinu mörgum rekflöskum til rannsóknar á hafstraum- unum þar. Nokkrar af þessum rússnesku rekflöskum hafa fund- izt hér á landi og það .einmitt um sama leyti og viðarrekinn var mestur. Veðurstofunni voru sendir allmargir miðar, sem í rekflöskunum voru, og hefi eg komið þeim til prófessors Wiese í Leningrad, en hann hefir haft umsjón með þessum hafrann- sóknum Rússlands. Prófessor Wiese hefir skýrt mér frá því, hvar og hvenær rekflöskum þessum var í sjóinn varpað, og má af því í sambandi við fundarstað og tíma fara nærri um það, hverja leið flöskurnar hafi borizt hingað. Prófessor Wiese hefir eigi ennþá birt á prenti árangurinn af þessum rannsóknum, og verður því hér aðeins drepið á atriði, sem oss skipta máli sér- staklega. — Rekflöskur þær, sem hér hafa fundizt, eru frá árunum 1932— 1935. Sú rekflaskan, sem lengst hefir legið í sjónum, hefir því verið rúm 3 ár á leiðinni. Hún var sett í sjóinn sumarið 1932. 5 eru frá sumrinu 1933, 3 frá 1934 og 3 frá júlímánuði 1935. Rekflöskurnar frá 1933 og 1934 voru flestar settar í sjóinn í Karahafinu, austan og norðaustan við Nowaja-Semla, en flösk- unum frá 1935 var varpað í sjóinn sunnan og vestan við Sval- barða (Spitzbergen). Finnendur rekflaskanna hér á landi voru þessir: Þórður Júlíusson, Atlastöðum (27. marz), Sumarliði Betúelsson, Höfn í Hornvík (15. apríl), Valdemar Stefánsson, Hornbjargsvita (18. apríl og 7. júní), Eiríkur Guðmundsson, Dröngum (21. des., 15. jan. og 1. febr.), Sigurður Pétursson, Reykjafirði (28. des.), Ingólfur Jóhannesson, Guðlaugsvík (16. jan.), Ólafur Stefánsson, Kolbeinsá (26. febr.), Jóhannes Björns- son, Kaldrana, Skaga (27. og 31. jan.), Oddur Ágústsson, Yzta- bæ, Hrísey (24. febr.) og Pétur Sigurgeirsson, Breiðuvík, Tjör- nesi (15. apríl). Af þessari upptalningu sést, að flestar rek- flöskurnar hafa fundizt á Ströndum, en allar hafa þær komið á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.