Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGUKINN 71 iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiimimimiimiimimiiiiiiiiiiiiimiimiimiiiiiiiiiiiiimiimmmmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiuiiii aðhvort hefir sumarið 1933 týnzt í ánum í Síberíu óvenjulega mikið af viði, sem flytja átti niður þær, og er mér enn ókunnugt um, hvort svo hefir verið, eða þá að hafstraumarnir í íshafinu hafa á þessum árum verið óvenjulegir að styrkleika og stefnu, og virðist mér ferill rekflasknanna benda til þess, að svo hafi verið, og hinn mikli viðarreki hér á land hafi að einhverju leyti, og sennilega að mestu leyti, orsakazt af því. Búast mætti að vísu <við því, að með hinum hröðu norðlægu hafstraumum hefði bor- izt hingað töluvert af hafís, en svo var ekki, og eftir mælingum á athugunarstöðvum Veðurstofunnar var yfirborðshiti sjávarins hér við land veturinn 1935—’36 ekki heldur minni en venjulega. En þess hefir verið getið um sumt af rekavið þeim, sem hingað rak, að hann væri eigi ísnúinn, og bendir það á, að lítill ís hafi verið á þeirri leið, sem viður þessi fór, enda er kunnugt, að íslítið hefir verið venju fremur hér í norðurhöfum á undan- förnum árum. Hafstraumar þessir munu því hafa orðið mestir í auða sjónum utan við ísbreiðuna og þess vegna ekki borið haf- ís að ströndum landsins, og af þeim sökum eigi heldur lækkað yfirborðshita sjávarins hér við land svo að nokkru næmi. Árnar í Síberíu munu eigi, svo að nokkru nemi, bera við til sjávar nema að sumarlagi, og því er eigi að búast við því, að mikill viðarreki standi mjög lengi yfir í einu hér á landi, jafn- vel þótt hafstraumarnir hafi um alllangt skeið verið hagstæðir fyrir viðarrekann. Getur því verið að svipaðir hafstraumar hafi verið hér fyrr á árinu 1935, þótt eigi væri þeim samfara mikill við- arreki fyrr en undir árslok. Árni Friðriksson fiskifræðingur hefir í Ægi 1935 látið þá skoðun uppi, að sumarsíldin við Norður- land kæmi þangað norðan úr höfum úr hringferð til Noregs og fylgdi mjög hafstraumunum. Sumarið 1935 var síldargangan við Norðurland óvenjuleg að því leyti, að síldin kom snemma og fór fyrr, en hún á venju til. Gæti þetta bent á það, að haf- straumarnir norðan við Island hafi verið óvenjulega hraðfara sumarið 1935, og síldin, sem með þeim hefir borizt, þess vegna orðið á undan áætlun. Þorkell Þorkelsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.