Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 30
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllltllllllllllllllllllll) Um gulllax (Argentina silus Asc). i. Til laxaættarinnar teljast 5 tegundir íslenzkra fiska, nefni- lega: lax (Salmo salar), urriði (Salmo trutta), fjallableikjci (Sal- mo alpinus), loðna (Mallotus villosus) og gulllax (Argentina si-, lus). Loðna og gulllax lifa einvörðungu í sjó, og gulllaxinn ein- ungis í heita sjónum hér við land, helzt á miklu dýpi. Ef við flettum upp í „Fiskunum“ eftir Dr. Bjarna (bls. 377— 378), lesum við um gulllaxinn það, sem hér fer á eftir: „Heimkynni stóra gulllaxins eru norðanvert Atlantshaf frá Finnmörku suður í Skagerak, frá Islandi suður og vestur fyrir írland, og við Ameríku frá New Foundlandi suður að Maine. Hér við land er hann aðeins fundinn við S- og V-ströndina; fékkst hann fyrst, svo menn viti, í júlí 1903 á 120—160 m dýpi við Vest- manneyjar (Schmidt), síðan hafa rannsóknarskipin og bæði inn- lendir og útlendir fiskimenn fengið hann á ýmsum stöðum, frá Vestmanneyjum og norður að Djúpál (Hala), en mest í Jökul- djúpi, Kolluál og á Eldeyjarbanka á 150—280 m. Lítur út fyrir að töluvert sé hér af honum, því það hafa stundum fengizt 10—12 eða fleiri fiskar í einu, á lóð eða í botnvörpu. Gulllax (Argentina silus). Eftir „Danmarks Fauna“. Lífshættir þessa fisks eru lítið kunnir. Hann er djúpfiskur, sem lifir á ýmsu dýpi, frá 120—1100 m og heldur sig líklega oft- ast við botninn, en eftir lit og augnastærð að dæma, er mjög lík- legt að hann fari upp í sjó annað veifið (á nóttunni). Um fæðuna vita menn lítið, meðfram af því, að maginn er tíðum umhverfð- ur, þegar fiskurinn kemur upp úr sjónum. Um ferðir hans er allt óvíst, en þar sem hann fæst hér tíðast um hásumarið (júní—

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.