Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 73 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ágúst) er líklegt, að hann sé í djúpunum á veturna, en gangi grynnra heitari tíma ársins, bæði eldri og yngri fiskur. — Hrygn- ingin fer að líkindum fram á sumrin á miklu dýpi. Eggin eru stór (3—3.5 mm) og klekjast djúpsvífandi (bathypelagisk), langt undir yfirborði. Seiðin hafast svo við á líku dýpi, langt úti í höf- um, en óvíst er, hvenær þau leita botnsins. 7 cm löng seiði hafa fengizt hér í Jökuldjúpi, í botni á 80—100 m. Nytsemi. Stóri gulllax er feitur og ljúffengur fiskur, enda þótt hann lykti nokkuð óþægilega. En þar sem ekki er sérlega margt um hann, inni í vanalegum fiskileitum, þá er lítið gagn að honum. Hann veiðist aðeins höppum og glöppum og er þá stund- um hirtur“. 1. mynd. Kort, sem sýnir hvar gulllax veiddist í júní—ágúst, 1936, á „Þór“. II. Til viðbótar því, sem að framan greinir um gulllaxinn, skal hér nú skýrt frá því, sem rannsóknir mínar hafa leitt í ljós um lifnaðarhætti þessa fisks, einkum aldur hans og vöxt. Um út- breiðslu hans við ísland er það að segja, að gulllaxinn virðist hafa verið hér tíðari síðari árin en áður fyrr, og get eg því til sönnun- ar tilgreint upplýsingar frá Guðmundi Markússyni, skipstjóra á togaranum Hannesi ráðherra. Árið 1934 kvaðst Guðmundur hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.