Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 32
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIflllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIII fengið upp í tvo poka af honum á Hvalsbak eystra, og líkar upp- lýsingar um mikla mergð af gulllaxi hefi eg einnig fengið frá öðrum togaraskipstjórum. Á ferð minni með Þór síðastliðið sumar veiddist gulllax í 11 dráttum. I fimm dráttum á nokkuð stóru svæði djúpt út af Reykjanesi (kortið, 1) veiddust 391 í júní, en mest veiddist 192 í einum drætti. Sunnan til á Færeyjahryggnum og þar í grennd (svæði 2 á kortinu) veiddust 107 í fjórum dráttum í júlí, af því veiddust 70 í einum drætti. Á svæði 3 á kortinu veiddust aðeins 3 gulllaxar í einum drætti, og loks veiddust 50 í einum drætti í Jökuldjúpi (svæði 4) í ágúst. Allir þessir fiskar voru mældir og athugaðir á ýmsan annan hátt, kvarnir og hreistur tekið til ald- ursákvarðana o. s. frv., að því verður vikið betur seinna. 2. mynd. Kvörn úr 4 vetra gulllaxi (Gísli Gestsson fót.). III. Stærðin á gulllaxinum, sem veiddist á Þór, var all-breytileg, aðallega frá 30 og upp í 55 cm. Aðeins á einum stað, nefnilega í Jökuldjúpi, veiddist nokkuð af smærri gulllax, allt niður í 17 cm. Ef öllum gulllaxinum, sem veiddist, 551 að tölu, er skipt niður í 5 cm flokka eftir stærð, verður útkoman sú, sem hér fer á eftir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.