Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 38
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiimmmimiummiimmimmiiiiimiiiiiiiiimiimimiiiimimmmiiiiiiimmiiiiiimmiiiiiiimiiimiiiiiimimiimiiiiiiiiiiii aftur í ána, þar sem hann hafði alizt upp, til þess að hrygna, eng- inn endurheimtist aftur fullorðinn í neinni annari á. Þessi lax hafði þó farið suður um allt Eystrasalt, alla leið suður að strönd- um Póllands og Þýzlcalands, og sumir alla leið inn í Beltin dönsku og lengst norður í Eyrasund, því að nokkuð af hinum merkta laxi endurheimtist þar. G. Alm hafði merkt lax í tveimur ám, og ósar þeirra voru svo að segja alveg saman. En þrátt fyrir það villtist laxinn ekki, hann fann alltaf ána, þar sem hann hafði alizt upp. Um norsku rannsóknirnar, sem gerðar voru 1935, er í stuttu máli það að segja, að þær leiddu í ljós mjög merkilegar nýjung- ar, og verður að þakka það því, hve merkin voru betri og greini- legri en þau, sem áður höfðu verið notuð. I fyrsta lagi veiddist nú miklu meira af merkta laxinum en nokkurn tíma hafði þekkzt áður, nefnilega allt að því helmingur, eða 47 %. 1 öðru lagi reynd- ist laxinn að ganga miklu hraðar í sjónum en menn höfðu haft hugmynd um áður, það kom upp úr kafinu, að sumir höfðu farið að minnsta kosti 100 kílómetra á dag. Og loks fór hann miklu lengra en nokkurn hafði grunað, því að lax, sem merktur hafði verið nálægt Bergen við vesturströnd Noregs, endurveiddist við Suður-Svíþjóð, Norður-Rússland og Skotland, auk þess, sem fékkst við Noreg. Og svo hraðar voru þessar göngur, að lax, sem merktur hafði verið á takmörkuðu svæði við Noreg, var eftir að- eins tvo mánuði dreifður yfir þriðjung af öllu útbreiðslusvæði laxins í heiminum. Þessum merkingum hefur verið haldið áfram í Noregi, og síðastliðið sumar var merkt allmikið. Auk þess var þá farið að merkja með samskonar merkjum í Skotlandi. Sá árangur, sem þegar er fenginn áf þessum nýju tilraunum, hefur að öllu leyti staðfest þær upplýsingar, sem merkingarnar 1935 lögðu á borð- ið. Norski laxinn fer til annarra landa, og skozki laxinn líka — meðal annars til Noregs. Á. F. Heimildir : Knut Dahl og Svend Sömme: Experiments in Salmon Marking in Norway, 1935. Skrifter utgitt af Det Norske Videnskapsakademi i Oslo. Oslo, 1936. Knut Dahl: Resultatene av nyere laksemerkninger i Norge. Naturen, 61. árg. 1937, bls. 78—82.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.