Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 16
62
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ir út frá sér einskonar fjaðurský, áþekk klósigum. Nefnast þessi
ský steðjaský og eru algeng líér á Suður- og Vesturlandi í út-
synningi (suðvestanátt). Sést skýið þá koma siglandi úr suð-
vestri sem risavaxinn steðji; eftir fáar mínútur fer það yfir,
])að byrgir allt loftið, er l)iksvart eins og regnský og hellir úr
sér regndembu eða éli. Bólstrar og skúraflókar þekkjast að á
því tvennu, að hinir síðarnefndu gefa frá sér úrkomu, en það
gera bólstrarnir venjulega ekki, og í annan slað eru jaðrarnir
á toppum eða kollum skúraflókanna teknir meira og minna að
leysast upp í trefjar, en á bólstrunum eru þeir með hvössum og
skýrt afmörkuðum brúnum. En bæði þessi ský eiga það sam-
rnerkt, að þau ná meiri þykkt eða hæð en nokkurt annað ský,
ná stundum upp i 4—6 km hæð eða jafnvel enn hærra. Og ein
legund af fjaðurskýjum (cirrus) er einmitt komin frá þeim,
eða frá steðjaskýjunum. Skúraflókarnir eru stundum nefndir
þrumuský, vegna þess að í þeim verða til eldingar og þrumur.
Uppruni skýjanna. Þess var áður getið, að mikilvirkasta
kælingaraðferðin væri i þvi fólgin, að loftið streymdi upp á við.
Á þennan hátt verður til meginið af allri úrkomu. En hér skiptir
i tvö horn. Stundum nær uppstreymið jafnt yfir víðáttumikið
svæði, þúsundir flatarkílómetra, og ])á verða til blikuský og grá-
blika. Á hinn bóginn er uppstreymið oft á litlum fleti, og þá mynd-
ast bólstrar eða skúraflókar. Verður nú rætt nánar um bæði
þessi tilfelli, og fyrst bið siðarnefnda.
a. Eins og áður er frá skýrt, kólnar loftið að jafnaði um 'á
stig á hverjum 100 metrum, sem ofar dregur. Þegar svona er
ástatt, er loftið í jafnvægi, hefir livorki tillineigingu til að leita
uppi á teningnum. Þá léttast neðslu loftlögin og taka að leila
enn slöðugra. Hitni loflið hinsvegar neðan frá, verður annað
uppi á teningnum. Þá léttast neðstu loftlögin og taka til að leita
upp á við, og ef upphitunin er nægilega mikil, raskast jafnvægið,
og eitthvað af liinu uphitaða lofti tekur að streyma upp. En sakir
])ess að hitun yfirborðsins er alltaf misjöfn, verður uppstreymið
aðeins á ákveðnum stöðum, þar sem upphitunin hefir orðið mest,
og nær á liverjum stað yfir mjög takmarkaðan flöt. Á þennan
hátt myndast góðviðrishólstrar, ef uppstreymið er lítið, bólstrar
eða klakkar, ef það cr meira, og skúra- eða þrumuský, ef það er
mikið. Víða i kyrrabeltinu er þetta fyrirbrigði daglegur viðburð-
ur. Vegna ofurhita sólarinnar hitnar landið og neðstu loftlögin
út frá því mikið og snögglega um miðjan daginn, og af þvi stafa
síðdegisskúrirnar og þrumuveðrin. Af sömu ástæðum koma