Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 3
Áskell Löve: Gróður nyrzt á Hornströndum Vorið 1932 tók ég mín fyrstu spor í ríki jurtanna. Þá um veturinn hafði ég lesið „Plönturnar" í Gagnfræðaskólanum á ísafirði undir leiðsögn hins ágæta kennara Haralds Leóssonar, og honum liafði tekizt að blása lífsanda í hina þurru bókstafi, svo að mig fór að langa til að læra meira úti í náttúrunni sjálfri Ef til vill hefur það þó valdið jafnmiklu um vakningu áhugans, að vinur minn og skáta- foringi, Gunnar Andrew, liafði ýtt tölúvert undir mig að hefja grasasöfnun og sýnt mér ýmis dæmi um fjölbreytni og fegurð jurta- ríkisins í Tungudal um veturinn. Um vorið útvegaði Haraldur mér „Flóru íslands" innbundna fyrir fimmtán krónur, og fannst mér það ærið fé fyrir eina bók. Samt hefur varla nokkur minna bóka verið lesin jafnrækilega niður í kjölinn og ,,Flóra“ næstu mánuðina. Haraldur veitti mér óbeðinn ótal'leiðbeininga um notkun bókarinnar og gaf mér ráð um ýmsan útbúnað við söfnunina, svo að mér fannst ég vera fær í flestan sjó, þegar við skildum um vorið. Það ráð lians, sem mér varð dýrmæt- ast, þegar ég fór yfir grasasafnið aftur hálfum öðrum áratug síðar, var það liollráð, að ég skyldi taka sem mest af öllum tegundum og afbrigðum, sem fyrir augun bæri, jafnvel þótt mér fyndust þau algeng og anðþekkt. Þegar skóla lauk, hé.lt ég norður að Hornbjargsvita, sem stendur við Látravík rétt austan við Hornbjarg. Vitinn var nýr þá, og faðir minn var vitavörður þar árin 1930—32. Auk „Flórunnar" hafði ég meðferðis töluvert af þerripappír og stækkunargler, en pressuna ætlaði ég að búa til úr fjölum og steinum þar riyrðra. Ég kom norður um miðjan maí og hóf strax söfnunina. Fyrsta tegundin, sem ég greindi og setti i pressuna, var auðvitað vetrar- blóm (Saxifraga oppositifolia), en síðan hafði ég varla við að sækja ' 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.