Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 4
98
NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN
nýjar jurtir og lírna hinar þurru upp allt sumarið til hausts. Að
sjálfsögðu safnaði ég jurtum aðallega á og í Hornbjargi austanverðu
og í Látravík, en fór auk þess töluvert um svæðið vestan frá Hæla-
vík austur að Barðsvík, bæði á hálendi og láglendi. Svæðið er merkt
svart á kortinu, sem fylgir þessari grein. F.n þó að ætla megi, að ég
hafi náð flestum þeim tegundum, sem vaxa í Látravík, er í liæsta
Vestfirðir. Svœðið, sem hér er
skrifað urn, er merkt svdrt.
máta sennilegt, að sjáldgæfar jurtir leynist einhvers staðar á þessu
stóra svæði.
Jurtirnar, sem ég sá með með mínum óæfðu augum sumarið
1932, ákvarðaði ég oftast úti í náttúrunni. En töluvert af safninu
var Jró ýmist ógreint eða rangt ákvarðað um haustið, sökum skorts
á góðum myndum í ,,Flórunni“ og of strembinna skýringa hennar.
Við fluttumst aftur til Isafjarðar um haustið, og síðan hef ég ekki
komið til Hornstranda. Én nú fengum við í Gagnfræðaskólanum
nýjan kennara, sem lyfti hulunni af ótal leyndardómum fyrir okkur,
engu síður en Haraldur hafði gert árið áður. Þessi nýi kennari var
Steinn Emilsson, námafræðingur, og til Iians fórum við, ef við
vildum vita meira um sitt livað. Við nokkrar tegundir jurta, sem ég
hafði ekki greint, fékk ég aðstoð hjá Steini, en slatti af safninu varð
þó að liggja ógreindur og óupplímdur, þar til ég hafði aflað mér
meiri þekkingar.
Haustið 1933 fluttumst við aftur til Reykjavíkur. og skommu eftir
komuna þangað sendi ég lista yfir Jrær jurtir, sem ég vissi um í