Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 6
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
vandgreindar tegundir hafa hæglega getað leynzt augum mínurn
óvönum, svo að. eitthvað af algengum eða sjaldgæfum tegundum
eigi eftir að finnast á svæðinu síðar meir.
í listanum eru latnesku nöfnin höfð fyrst, en þau íslenzku síðast,
og er í því farið eftir ákveðnum óskunt í alþjóðareglum um nafn-
giftir jurta. Tegundunum er auk þess raðað í sömu röð og í flór-
um, en ekki í stafrófsröð, eins og stundum hefur illu heilli tíðka/.t
í íslenzkum listum. Latnesku nöfnin, sem notuð eru, eru hin sömu
og nú eru talin réttust samkvæmt alþjóðareglum, en samkvæmt
þeim ber ætíð að nota elzta löglega birta nafnið á hverri jurt, en
þó engin nöfn eldri en frá tímum Linnés. Flest þessara nafna eru
notuð í „íslenzkum jurtum", en á örfáum stöðum eru þau þó önnur,
og stafar það oftast af því, að síðari rannsóknir hafa leitt í Ijós, að
nöfnin, sem jtar voru notuð, eru samheiti á jurtum, sem áður hafa
verið skírðar annað. Islenzku nöfnin eru þó óbreytt, svo að með
þeirra aðstoð geta menn auðveldlega séð, um livaða tegund í „ís-
lenzkum jurtum“ er að ræða.
Gróðurinn í nágrenni Hornbjargs ber það oftast greinilega með
sér, að loftslag er þarna hráslagalegt og stormasamt. Skógar eru þar
engir og hafa sennilega aldrei verið nema kjarr, og á fjöllum vex
ekkert nema í skjólgóðum lautum. En Jiótt jurtirnar lifi við i 11
kjör víðast hvar á hinu rannsakaða svæði, eru þar nokkrar vinjar,
sem ókunnugir myndu varla telja hugsanlegar norður undir lieim-
skautsbaug. í skjóli bjarganna, þar sem sauðkindin kemst ekki að
og vindarnir eru litlir, vex oft hávaxið stóð af grastegundum, hvönn-
um, burknum, steinbrjótum, burnirót, fíflum og undafíflum og
mörgum jurtum öðrum. Látravík og Hrolleifsvík eru hrjóstrugustu
víkur strandlengjurinar, en í Barðsvík og innanverðri Hornvík er
gróður bæði stórvaxinn og fjölbreyttur með afbrigðum. Blómstóð
Barðsvíkur stendur gróðrinum á Jiekktustu stöðum norðanlands og
sunnan sízt að baki, og sennilega eru Jrar saman komnar fleiri leg-
undir á jafnstórum fleti en í hinu fornfræga Slúttnesi í Mývatni,
Jiótt að sjálfsögðu vanti trén. Þar fann ég hófsóleyjar og blágresi
með blöðum meira en 30 sentímetra að þvermáli, og sóleyjar og
grasið náðu allvíða 15 ára hnokka í mitti.