Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
101
LISTI YFIR HORNSTRENZKAR JURTIR
]. Lycopodium Selago L. SkollaCingur. — Algengur. Öll eintökin, sem tekin liata
verið, líta út fyrir að tilheyra afbrigðinu var. appressum DF.SV., en á því eru blöðin
upprétt og sköruð. Það vex víða í fjöllum og í köldum löndum.
2. Lycopodium annotinum L. Lyngjafni. — Víða í lautum innan uni lyng. Að
minnsta kosti sum eintökin virðast tilheyra afbrigðinu var. alpcstre HAR'I'M., og ef
td vill má telja öll hornslrenzku eintökin til j>ess.
3. Lycopodiuth alpinum L. Litunarjafni. — Litunarjafni er algengur á svæðinu öllu
á láglendi.
4. Selaginella Selaginoides (L.) LINK. Mosajafni. — Algengur í móum, bæði hátt
og lágt.
5. Isoetes echinospora L. Mjúkur álftalaukur. — Alftalaukar eru fremur sjaldgæfar
jurtir á íslandi, ef trúa má Jteim upplýsingum, sem lesnar verða í bókum og grasa-
söfnum. En þar cð þeir eru litlir og vaxa í vatni, vill mönnum oft sjást yfir þá, jafn-
vel |>ar sem Jteir vaxa í breiðum. Það hafa fundizt af jtcim tvær tegundir hér á landi.
en útbreiðsla beggja er lítt kunn, og oft cr þcim vafalaust t uglað saman, jrví að
örugglega verða þeir aðcins greindir með aðsloð góðs stækkunarglers eða smásjár.
Álftalaukar liafa fundizt á örfáum stöðum á Vestfjarðakjálkanum, og um útbreiðslu
þeirra þai er ekkcrt hægt að segja að svo stöddli. Eitt eintak af 1. echinospora hefur
verið tekið í tjörn í Uarðsvík.
(i. Equisetum arvense L. Klóelfting. — Klóelfting er algeng á Ströndum. Þau eintök,
sem j>ar hafa verið tekin, hafa aðeins 6—8 greinahvirfingar og tilheyra sérstakri deil-
tegund: ss]>. boreale (BONG.) LÖVE, comb. nov. {—E. borealc BONGARD in Mém.
Acacf. Sci. l’étersb. IV,2, 1832, p. 174; E. arvense I.. var. borealc (BONG.) RUPRECHT
in Distr. Crypt. vasc. Ross., 1845, p. 19). Sú deiltegund er að öllu leyti minni en aðal-
ttgundin: ssp. agreste (KLINGE) LÖVE, comb. nov. (= E. arvense var. agreste
KLINGE in Arch. Nat. Liv.-Ehst.-u. Curland, 2. Ser. VIII, 1882, p. 372), Hvirfl-
arnir eru færri og skildirnir á gróstönglinum um helmingi minni en á aðaltegundinni.
Deiltegundin ssp. boreale vcx í fjöllum Norðurlanda, á Svalbarða, Grænlandi, í Sí-
beríú og vfðar í heimskaulalöndunum.
7. Equisetum pratense EHRH. Vallclfting. — Algeng á svæðinu öllu.
8. Equisetúm palustre L. Mýrelfting. — Algeng á raklendi, a. m. k. á láglendinu.
9. Equisetum fluviatile L.; EHRH. Tjarnelfting. — Fundin í Hornvfk, Hrollcifsvík
og Barðsvik í nokkrum tjörnum.
10. Equisetum hiemale L. Eski. — Sjaldgæft kringum Hornbjarg líkt og annars
staðar vestra. Eintök af því hafa verið tckin í Innstadal við Hornbjarg og á nokkrum
stöðum í Látravík og Hrolleifsvík.
11. Equisetum varicgatum SCHLEICH. Beitieski. — Beitieski vex víða á Vestfjörð-
um, cn við innanvert Djúp mun J>að vera sjaldgæft. Það er tekið á nokkrum stöðum
í austanverðu Hornbjargi og f Hrollcifsvík, cn scnnilega vex J>að víðar.
12. Botrychium Lunaria (L.) SW. Tungljurt. — Algeng á láglendi.
13. Blechnum Spicant (L.) ROTH. Skollakambur. — Skollakantbur hefur fundizt á
nokkrum stöðum á Vestfjörðum, en á norðurkjálkanum virðist hann vera sjaldgæfur.
Nokkur lítil eintök af honum voru tekin í valllendislaut í Barðsvík, skanunt vestan
við tóftirnar, og á einum stað undir Axarfjalli.