Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 8
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 14. Athyrium Filix-femina (L.) ROTH. Fjöllauíungur. — Víða, en hvergi mikið á hverjum stað. 15. Athyrium alpestre (HOPPE) MILDE. Þúsuntlblaðarós. — Lítil eintök at þessari tegund hafa verið tekin í snjódæltlum í Innstadal, við Kýrfjall og í Barðsvík framan- verðri. 16. Cystopteris fragilis (L.) BERNH. Tófugras. — Tófugrasið er algengasti burkninn á Ströndum. Oll eintökin þaðan virðast tilheyra deiltegundinni ss]i. alpina (WULF.) HARTM., sem vex í fjöllum Norðurlanda og víðar. 17. Woodsia alpina (BOLTON) S. F. GRAV. Fjallaliðfætla. — Fjallaliðfætla er önnur sjaldgæfasta liðfætlutegundin hér á landi, eii vafalaust er henni oft ruglað saman við venjulega liðfætlu, ekki sízt sökum þess, að hún er aðeins talin afbrigði af henni í „Flóru Islands". Nokkur eintök, sem báru öll einkenni fjallaliðfætlunnar, voru tckin í Innstadal við Hornbjarg. 18. Dryopteris Filix-ma's (L.) SCHOTT.'Stóriburkni. — Fundinn á einum stað undir Axarbjargi og í hillu neðan við Stórubrekkuhillu í Hornbjargi austanverðu. 19. Dryopteris austriaca (JACQ.) WEYN. ssp. ditatata (HOFFM.) SCH. & TH. Díla- burkni. — Lítið eintak af þessari tegund óx í urð í vestanverðu Kýrfjalli. 20. Polystichum I.onchitis (L.) ROTH. Skjaldburkni. — í nokkrum valllendislautum í Innstadal, Látravík og Barðsvík. 21. Lastrea Phegopteris (L.) BORY. Þríhyrnuburkni. — Má heita algengur á lág- lendi á svieðinu öllu. 22. Lastrea Dryopteris (L.) BORY. Þrílaufungur. — Algengur í víðikjarri og lautum. 23. Polypodium vulgare L. Köldugras. — Sainkvæmt því, er Steindór Steindórsson segir í „Gróðri", hefur köldugrasið aðeins fundizt á fjórum stöðum á Vestfjörðum. Auk þeirra vex það á cinum stað að minnsta kosli í hlíðinni vestan við Barðsvík. 24. Sparganium hyperhoreum LAEST. Mógrafabrúsi. — Á nokkrum stöðum í víkun- um austan Hornbjargs og á Hafnarmýrum. 25. Zostera marina L. var. stenophylla A. & G. Marhálmur. — Marhálmur óx sumar- ifi 1932 í lóni við Höfn í Hornvík. Hann óx ekki [Détt, og þurrkuðu eintökin virðast bera það með sér, að sá sjúkdómur, sem næstu árin dreifðist um allar norðurstrendur Atlantshafsins austan og vestan, hafi verið kominn í marhálminn í Höfn í miðjum júlí- mánuði þetta ár. Mý'r cr ókunnugt um, hvort marhálmurinn hefur horfið þarna eða aðeins gisnað, meðan pestin var í honum. Svipuð pestarmerki bera eintök, sem tekin voru árið eftir á pollinuin á Isafirði, þar sem marhálmur myndaði stórár breiður. 26. Potamogeton filiformis L. Þráðnykra. — Þráðnykra vex í nokkrum smátjörnum austan við Höfn í Horuvík. Eintökin þaðan virðast minna á var. fasciculatus (WOLFG.) HAGSTR., en þar eð axstilka vantar á þau, vcrður það ekki sagt mcð fullri vissti. 27. Putamogeton gramineus L. Grasnykra. — Dálítið af grasnykru óx í einni smá- tjörn í Barðsvík austan óss. 28. Potamogeton praelongus WULF. Langnykra. — F'rekar stutt og vanþroska cinlak af þessari tegund, scm er sjaldgæf á Vestfjörðum, óx í tjörn í Drífandadal Hólkabóta- megin. Þar eð þetta eintak var tekið af hendingu og án þcss að neitt væri nánar getið um önnur eintök svipuð á sama stað, verður ckkert sagt nánar um útbreiðslu tegund- arinnar þar í nágrenninu. 29. Triglochin palustre L. Mýrasauðlaukur. — Nokkur eintök eru tekin í Hornvík og Barðsvík. Sennilega vex hann víðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.