Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 8
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 14. Athyrium Filix-femina (L.) ROTH. Fjöllauíungur. — Víða, en hvergi mikið á hverjum stað. 15. Athyrium alpestre (HOPPE) MILDE. Þúsuntlblaðarós. — Lítil eintök at þessari tegund hafa verið tekin í snjódæltlum í Innstadal, við Kýrfjall og í Barðsvík framan- verðri. 16. Cystopteris fragilis (L.) BERNH. Tófugras. — Tófugrasið er algengasti burkninn á Ströndum. Oll eintökin þaðan virðast tilheyra deiltegundinni ss]i. alpina (WULF.) HARTM., sem vex í fjöllum Norðurlanda og víðar. 17. Woodsia alpina (BOLTON) S. F. GRAV. Fjallaliðfætla. — Fjallaliðfætla er önnur sjaldgæfasta liðfætlutegundin hér á landi, eii vafalaust er henni oft ruglað saman við venjulega liðfætlu, ekki sízt sökum þess, að hún er aðeins talin afbrigði af henni í „Flóru Islands". Nokkur eintök, sem báru öll einkenni fjallaliðfætlunnar, voru tckin í Innstadal við Hornbjarg. 18. Dryopteris Filix-ma's (L.) SCHOTT.'Stóriburkni. — Fundinn á einum stað undir Axarbjargi og í hillu neðan við Stórubrekkuhillu í Hornbjargi austanverðu. 19. Dryopteris austriaca (JACQ.) WEYN. ssp. ditatata (HOFFM.) SCH. & TH. Díla- burkni. — Lítið eintak af þessari tegund óx í urð í vestanverðu Kýrfjalli. 20. Polystichum I.onchitis (L.) ROTH. Skjaldburkni. — í nokkrum valllendislautum í Innstadal, Látravík og Barðsvík. 21. Lastrea Phegopteris (L.) BORY. Þríhyrnuburkni. — Má heita algengur á lág- lendi á svieðinu öllu. 22. Lastrea Dryopteris (L.) BORY. Þrílaufungur. — Algengur í víðikjarri og lautum. 23. Polypodium vulgare L. Köldugras. — Sainkvæmt því, er Steindór Steindórsson segir í „Gróðri", hefur köldugrasið aðeins fundizt á fjórum stöðum á Vestfjörðum. Auk þeirra vex það á cinum stað að minnsta kosli í hlíðinni vestan við Barðsvík. 24. Sparganium hyperhoreum LAEST. Mógrafabrúsi. — Á nokkrum stöðum í víkun- um austan Hornbjargs og á Hafnarmýrum. 25. Zostera marina L. var. stenophylla A. & G. Marhálmur. — Marhálmur óx sumar- ifi 1932 í lóni við Höfn í Hornvík. Hann óx ekki [Détt, og þurrkuðu eintökin virðast bera það með sér, að sá sjúkdómur, sem næstu árin dreifðist um allar norðurstrendur Atlantshafsins austan og vestan, hafi verið kominn í marhálminn í Höfn í miðjum júlí- mánuði þetta ár. Mý'r cr ókunnugt um, hvort marhálmurinn hefur horfið þarna eða aðeins gisnað, meðan pestin var í honum. Svipuð pestarmerki bera eintök, sem tekin voru árið eftir á pollinuin á Isafirði, þar sem marhálmur myndaði stórár breiður. 26. Potamogeton filiformis L. Þráðnykra. — Þráðnykra vex í nokkrum smátjörnum austan við Höfn í Horuvík. Eintökin þaðan virðast minna á var. fasciculatus (WOLFG.) HAGSTR., en þar eð axstilka vantar á þau, vcrður það ekki sagt mcð fullri vissti. 27. Putamogeton gramineus L. Grasnykra. — Dálítið af grasnykru óx í einni smá- tjörn í Barðsvík austan óss. 28. Potamogeton praelongus WULF. Langnykra. — F'rekar stutt og vanþroska cinlak af þessari tegund, scm er sjaldgæf á Vestfjörðum, óx í tjörn í Drífandadal Hólkabóta- megin. Þar eð þetta eintak var tekið af hendingu og án þcss að neitt væri nánar getið um önnur eintök svipuð á sama stað, verður ckkert sagt nánar um útbreiðslu tegund- arinnar þar í nágrenninu. 29. Triglochin palustre L. Mýrasauðlaukur. — Nokkur eintök eru tekin í Hornvík og Barðsvík. Sennilega vex hann víðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.