Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 10
104
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hluta Noregs og í Mið-Svíþjóð, en auk þess í syðri hlutura Lapplands. í Skotlandi vex
það aðeins á örfáum stöðunr í fjöllunum. Og á íslandi hefur það fundizt víða á há-
lcndinu um miðbik landsins, en ekki á Vestfjörðum. Eintök, sem talin höfðu verið til
þessarar tegundar og tekin höfðu verið í Grænuhlíð, lilheyrðu annarri tegund, og í
„Gróðri" telur Steindór Steindórsson sennilegt, að þau eintök, sem Guðbrandur Magn-
ússon (Nfr. 1937) taldi sig hafa fundið í Bitru, séu vafasöm líka í ljósi þess, sem reynzt
hafði um eintökin úr Grænuhlíð. Skal ósagt látið, hvort sú varfærni hefur við rök að
styðjast, jrótt margt hafi hún til síns máls. — I safninu frá Ströndum eru tvö litil
eintök, sem bæði tilheyra greinilega lotsveifgrasi. l>au eru bæði tekin á sama stað
norðarlega í Stórubrekkuhillu í Hornbjargi austanverðu, töluvert fyrir neðan bjarg-
brún.
47. Poa alpina L. Fjallasveifgras. — Algengt. Öll eintökin bera blaðgróin öx, og
sennilega tilheyrir að minnsta kosti meginhluti þessarar tegundar á Ströndum afbrigð-
ir.u var. vivipara L.
48. Poa glauca VAHL. Blásveifgras. — Aigengt.
49. Poa nemoralis L. Kjarrsveifgras. — Barðsvík, í laut með víðikjarri. Sennilega
hefur sézt yfir það norðar.
50. Poa trivialis L. Hásveifgras. — Fundið undir Hornbjargi austanverðu, í graslendi
undir Axarbjargi og við Hólkabætur.
51. Poa annua L. Varpasveifgras. — Algengt við bæi og forn bæjarstæði.
52. Puccinellia relroflexa (CURT.) HOLMB. Varpafitjungur. — Deiltegundiu ssp.
borcalis HOLMB. vex í feitum jarðvegi við surna bæina og í fuglabjörgunum nyrzt.
53. Puccinellia maritima (HUDS.) PARL. Sjávarfitjungur. —• Víða við ströndina,
oft rétt ofan við þá staði, þar sem þari safnast fyrir í óveðruin á vetrum.
54. Phippsia algida (SOL.) R.BR. Snægresi. — l'essi sjaldgæfa smájurt óx á einum
stað í laut í nánd við fjallið Snók uppi á hálendinu, en aðeins örfá eintök.
55. Festuca ovina L. Sauðvingull. — Sauðvingull er sjaldgæfur á svæðinu kringum
Hornbjarg, en þó virðast nokkur eintök frá Hornvík og Látravík tilheyra þessari
tegund.
56. Festuca vivipara (L.) SM. Geitvingull. — Algengur. hessi tegund líkist sauðvingli
töluvert, en öxin eru ætíð blaðgróin. Sennilega eru þær lítið skyldar.
57. Fesluca supina SCHUR. Blávingull. — hessi vingull, sem áður hefur verið talinn
ti! sauðvingulsins, cr sjálfstæð tegund. Auðveldast er að greina hann frá hinum vingl-
unum á hinum blágræna eða grágræna lit blaðanna og á því, að öxin eru aldrei blað-
gróin. — Blávingull er tekinn á nokkrum stöðum við Hornbjarg, í Hornvík innanverðri
og í Barðsvík. Sennilega er hann frekar algengur á svæðinu.
58. Festuca rubra L. Túnvingull. — Fundinn á Horni og i Smiðjuvík. Ef til vill
aðfluttur.
59. Festuca cryophila KRECZ. & BOBR. Sandvingull. — hessi vingultegund, sem er
mjög algeng um allt land, hefur ranglega verið talin til afbrigðisins var. arenaria (OSB.)
FR. í íslenzkum flórum. Sé sandvingullinn íslenzki talinn til túnvingulsins sem af-
brigði, á hann að heita var. niutica HAR'FM., en réttara er að telja hann sérstæða
tegund. Hann er algengur á Ströndum. í Látravík og ofan við Bjarnarnes er fundið
tilbrigði með blaðgrónum öxum: F. cryophila f. prolifera (PIPER) LÖVE, comb. nov.
(= F. rubra (ssp.) prolifera l’IPER in Coritr. U.S. Nat. Herb. 10, 1906; F. rubra var
inutica f. prolifera (PIl’ER) HYLANDER in Upps. Univ. Ársskr. 1945, 7).