Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 19
Trausti Einarsson: Hverfjall og Hrossaborg Eitt af náttúruundrum Mývatnssveitar er Hverfjall, risávaxin gíg- mynduð skál, sem flestum verður starsýnt á, er koma á þessar slóðir. Þvermál gígsins á skálarbrún er um 1 km, en hæð iians yfir undir- lendið í kring er tiltölulega mjög lítil, aðeins 90—150 m. Barmarnir eru hæstir að sunnan og norðan, en nokkru lægri að austan og vestan. Skálin er einnig mjög grunn, og stendur botn hennar í svipaðri hæð og umhverfi fjallsins. í miðri skálinni er dálítill hóll úr lausamöl, en lágur rani úr sama efni tengir hann vjð suðurldið skáiarinnar, og í þeirri lilið ber mikið á haugum af lausamöl. Veggir skálarinnar, bæði að utan og innan, eru þaktir sandi og möl, en einnig grófara efni, allt upp í stórgrýti. Efnið er basalt, þ. e. blágrýti og grágrýti. Gíglögun Hverl jalls er mjög óvenjuleg, og á það vafalaust fáa sína líka meðal eldfjalla. Það minnir meira á hringfjöllin á tunglinu en eldgíga jarðarinnar, og bendir það út af fyrir sig til þess, að eitthvað óvenjulegt hafi verið að verki við myndun jiess. Hringfjöll tunglsins eru ýmist þannig skýrð, að þau séu sprengi- dældir eftir loftsteinaregn eða þ;i raunverulegir, en harla óvenjulegir og torskildir eldgígar. Alveg nýlega hefur komið fram sú aðgengilega skýring, að stærri gígar séu leifar frá þeim tíma, er straumar í bráðnu tunglinu náðu upp til yfirborðs. Nokkrir loftsteinagígar eru til á jörðinni, og mætti el' til vill freistast til að skýra Hverfjall á þann hátt. En sú hugmynd fellur fljótt um sjálfa sig, ef betur er að gáð. Hverfjall er eldfjall. En þá er lítið um það að læra af samanburði við tunglfjöll, því að auðvitað skilja menn miklu síður eldgosastarfsemi á tunglinu en á jörðinni. 8

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.