Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 32
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að uppræta trjábjöllurnar, en maurarnir stóðu fastari fótum, og spætan þurfti að koma aftur og aftur til þess að vinna „nýlendur" þeirra. Upp frá því tóku sárin að gróa, og það var ekki fyrr en 900 árum seinna, að merki þessarar „ígerðar" komu í Ijós, þegar ég var að kljúfa sundur tréð á þessum stað. Þá voru öll göngin orðin full af viðarkvoðu. Næstu þrjú hundruð árin átti „gamla furan“ rólega ævi. En sumarið 1301, laust eldingu niður rétt við tréð og olli á því miklum skemmdum. Og varla hafð furan náð sér eftir þetta áfall, þegar ofsa- veður feykti burt mörgurn stórum greinum. Árið 1348 missti tréð enn tvær greinar. Það voru fallegustu og þroskamestu greinarnar, meira en eitt fet í þvermál. Þær munu hafa brotnað vegna snjó- þyngsla. Elzti og merkilegasti hluti trésins er jafnan sá, sem næstur er jörðu. Þar stendur tréð jafnan berskjaldað fyrir öllum utan að komandi áhrifum, og j)ar mæðir mest á því. Þess vegna er Jrar að finna merkustu og gleggstu menjarnar um atburði í lífssögu trésins. Vafalaust er hvergi á þessari jörð háð jafnhatröm barátta og kringum trjástofn. Þar eru grimmdin og blóðþorstinn takmarkalaus og engum gefin grið. Meðan tréð er lítið og veikbyggt, ásækir Jrað fjöldi skordýra. En brátt korna fuglar fljúgandi að.úr öllum áttum og rífa í sig skordýrin af mikilli grægði. Mýs, rottur og kanínur eyðileggja milljónir ungra trjáa. Meðan Jressi litlu dýr sitja við veizluborðið og átið stendur sem hæst. kemur fálkinn að þeim óvörum og hremmir Jrau. Og uglan, hinn tryggi næturvörður skóg- anna, litar oft trjástofnana blóði fórnardýra sinna. Neðsti hluti „gömlu furunnar" hafði að geyma ýmislegt, sem mér J>ótti merkilegt. Eitt vakti þó sérstaklega athygli mína. Ég var að saga væna flís út úr trjábolnum, Jregar sögin hrökk skyndilega til í liendi minni með háu urghljóði. Það, sem ég hafði rekizt hér á, var harðara en sögin. Ég furðaði mig á, livað Jrað gæti verið, svo að ég flísaði viðinn varlega utan af Jrví. Kom þá í Ijós örvaroddur úr tinnusteini. Rétt hjá fann ég svo annan af sömu gerð. Ég taldi árhringana nákvæmlega til þess að komast að raun um, hvenær Jressum örvum hafði verið skotið í tréð. Hringurinn, sem örvarnar höfðu gengið í gegn um, var sá 630., svo að atburður þessi hafði gerzt árið 1486. Hafði Indíáni spennt hér boga sinn og skotið á skógarbjörn, sem stóð fast upp við tréð, eða hafði verið háð hér orusta milli

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.