Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 33
NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN 127 Indíánaættflokka? Getur það verið, að njósnarar Klettabúanna (Clil'f-Dwellers) liafi mætt hér óvinum sínum að norðan og lagt til orrustu við þá? Það er ekki óhugsandi, að einmitt á þessum slóð- um hafi verið háð sú örlagaríka orrusta, er tortímdi þessum ein- kennilega og leyndardómsfulla þjóðflokki, Klettabúunum. Þessir tveir örvaroddar, sem ég fann í trjábol „gömlu furunnar", gefa tilefni til margra kynlegra hugsana og hleypa ímyndunaraflinu í gönur. En það er staðreynd, sem ekki verður hrakin, að tveirn Indíánaörvum var skotið í stofn „gömlu furunnar" sumarið 1486. Árið, sem Kolumbus fann Ameríku, var „gamla furan“ orðin myndarlegt tré, full hundrað fet á hæð. Hún var þá 636 ára gömul og átti eftir að lenda í mörgum ævintýrum. Spánskir sagnaritarar segja, að spánskir landkönnuðir hafi fund- ið bústaði Klettabúanna árið 1540. Ég held, að það ár hafi spánsk- ur könnunarleiðangur slegið tjöldum við rætur „gömlu furunnar“ og kveikt þar bál. Nokkrir könnunarmannanna hafa höggvið með öxi sinni í stofn trésins, því að ég sá bæði greinileg axarför og brunamerki við árhringinn frá 1540. Nú var það alls ekki vani Indíána að svíða eða höggva í tré, en slíkt var alvanalegt hjá Spán- verjunum. Auk þess mátti sjá það á axarförunum í stofni „gömlu furunnar“, að þau höfðu verið mörkuð með eggjárni, sem var langtum beittara en þau vopn, er Indíánar notuðu. Allt ber því að sama brunni — Þarna Itafa Spánverjar verið á ferð. Á öðrum stað í trjábolnum fann ég sönnun þess, að sumarið 1881 hafi flokkur veiðimanna haft þarna tjaldstað og skemmt sér við að skjóta í mark í stofn „gömlu furunnar". Það sem ég fann, voru nokkrar kúlur úr nútímarilfli. Þær voru miklu nær berkinum en örvaroddarnir og rétt hjá þeim mátti sjá merki þess, að skorið hafði verið með hníf í trjástofninn, einmitt sama árið og kúlunum var skotið. Þar sem meðalársvöxtur „gömlu furunnar“ var nær því hinn sami og hjá trjám. er nú á dögum vaxa upp við lík skilyrði, tel ég líklegt, að veðurfarsbreytingar og veðurlag hafi fyrr á öldum ekki verið ósvipað því sem nú er. Á árhringunum sá ég, að þeir voru flestir myndaðir við meðalgóð skilyrði, en þó voru þeir sumir mynd- aðir í hallærum, og aðrir höfðu myndazt í sérstaklega góðum árum, þegar allur gróður gaf af sér ríkulegan ávöxt. Á árabilinu frá 1540—1762 fann ég fátt, sem markvert getur tal- izt. En á árhringnum frá 1762 mátti sjá, að ]>að ár helur veðurfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.