Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 46
140
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
var hann allur korninn í ka£ ásamt öllum stóru uppsprettunum,
sem mynduðu hann. Aðeins lilla lindin upjpi á gilbarminum sást
enn.
Nýi hraunfossinn i Stóraskógsbotnum 9. nóv% 19-17. Horft austur. Iifstu botnarnir voru
litlu ofar en f>ar, sem syðsla hraunkvislin hverfur á kafla i gilinu. Botnafjall fjœrst
til hcegri.
Um leið og hrauntungan snerti fossinn, Iieyrðist hvinur af ákafri
suðu, og livít gufa gaus upp, en lækurinn þornaði fyrir neðan, eins
og snöggstíflaður. Gufustrókurinn var horfinn eftir 10—20 sekúnd-
ur. Hann kom aðeins upp þar, sem vatnið fossaði út á rauðglóandi
hrauntunguna. Aftur á móti rauk aðeins upp óveruleg gufa þar, sem
liraunbrúnin fikraði sig áfram yfir polla í farveginum fyrir neðan.
Og úr fossinum liætti óðar að rjúka, er fremsta liraunbrúnin var
komin fram hjá. Eftir það var því líkast sem vatnið fossaði niður í
venjulega urð og sigi í hana.
Kl. 8 hafði hrauntungan lengzt fulla 100 m eftir lækjarfarveginum
niður lrá fossinum, og var þá greinilega að draga úr hraða hennar,
enda má heita, að þarna sé komið niður úr brekkunni. Auk stærstu
upptakakvíslar lækjarins, sem nú var öll horfin undir hraun, runnu
nú tveir litlir þverlækir úr fjallinu að hrauninu. Þeir stífluðust ekk-
ert upp, lieldur runnu viðstöðulaust inn undir hraunbrúnina. —
Ekkert af vatnsmagni allra þessara lækja — urn 30 1 /sek. — kom aftur
út undan hrauninu, meðan ég stóð þarna við. En laust eftir kl. 8
lagði ég af stað út að Næfurholti til gistingar.