Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 48
142 NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN yl var neins staðar að finna á yfirborði hrauntotunnar, en í upp- tökum lækjarins var 6.9° hiti. Bersýnilegt var því, að enn miðlaði hraunið læknum af hita sínum. Aftur á móti var litla lindin, sú sem nú er ein eftir af gömlu botnunum, jafnköld og í öll þau skipti, sent ég hef rnælt hana, bæði fyrr og síðar, þ. e 4.5°. (Mér hefur raunar ýmist mælzt hún 4.5° eða 4.6°, en mælingarnar eru ekki nákvæmari en svo, að hvort tveggja verður að teljast jafnt.) — Enn var lækurinn sýnu minni en þá, er ég setti merkið við vatnsborðið. Að kvöldi 30. nóvember, 100 dögum eftir hvarf lækjarins, kom ég enn í Stóraskógsbotna. Þá var hitinn í upptökum lækjarins undan hrauninu kominn niður í 5.6°, var nú aðeins einu stigi hærri en í litlu lindinni. Rennslið virtist óbreytt frá því, sem síðast var. — Hvernig stóð á því, að lækurinn hafði ekki enn náð fullri stærð? Hvarf hans, þegar hraunið rann í hann, og smæð lians fyrst á eftir er hvort tveggja auðskýrt. Það má kenna stíflu af nýja hraungrýtinu, hárpípuinnsogi í skraufþurrt frauð þess og salla og uppgufun af völdum hitans. Allt þetta átti sér eflaust stað í fyrstu, en nú hlaut það að vera um garð gengið. — Stíflur hlutu að fyllast á fáeinum klukkustundum eða enn skemmri tíma, og raunar gætti þeirra aldrei svo, að lón mynduðust með hraunbrúninni. Innsogið hætti, þegar hraunið varð vatnsósa, sennilega eftir fáeina daga. Og uppgufunar gat nú ekki gætt lengur svo, að neinu munaði, þar sem lækurinn liafði við tvær síðnstu mælingar mínar verið aðeins einu eða fáein- um stigum lieitari en vera mundi, ef hann hefði enn runnið ofan- jarðar frá hinum fornu upptökum. Skýring mín á liinni varanlegu minnkun lækjarins er þessi: Lækjargilið var ekki vatnshelt, að undan' skildum sjálfum far- veginum dýpst í botni þess. Hann liafði þétzt af leirgruggi lækjarins í vatnavöxtum. Nú, eftir að hraun hafði fyllt gilið, dreifðist lækjar- vatnið (sem eðlilegra væri nú að kalla jarðvatn) um ltreiðara svæði á botni gilsins og ef til vill eittlivað upp með veggjum þess og sígur því auðveldlegar niður en áður. Nú liðu svo mánuðir, að ég Iiafði engar spurnir af Stóraskógsbotn- um, enda vænti ég þaðan engra stórtíðinda, heldur bjóst við, að landslagsbreytingar af völdum Heklugossins væru þar um garð gengnar og þar við rnundi sitja, lækurinn t. d. halda áfram að konta upp um 200 m neðar en hann gerði, áður en ósköpin dnndu yfir. — En þetta fór á annan veg. I.oks átti ég leið um Stóraskógsbotna að kvöldi 24. marz 1948.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.