Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 5
Dr. phil. Helgi Pjeturss
I N M E M O R I A M
Á 'þeim sjö mánuðum, sem liðnir eru frá láti dr. Helga Pjeturss,
liefur innsýn í störf hans dýpkað og lýstst. Þó er ekki þess að vænta,
að full dýpt myndarinnar liafi náðst á svo skönnnum tíma, og mætti
þess vegna ef til vill segja, að enn sé vart tímabært að gera grein
fyrir vísindastörfum hans. Einkum á þetta við hin sálfræðilegu
og Iieimsfræðilegu störf hans, er hann aðallega helgaði kraftana
síðari hluta ævi sinnar. Af þessum sökum og eins af liinu, að höf-
undur greinar þessarar telur sig ekki færan um að meta þessi störf
dr. Helga til hlítar, verður hér aðeins lítið á þau drepið. Hins verður
freistað að skýra með nokkrum línum, að hvaða leyti rannsóknir og
önnuf störf dr. Helga hafa haft og munu hafa þýðingu fyrir þek'k-
ingu rnanna á jarðsögu íslands. Vísast jafnframt til greinar í 2. hefti
þessa tímarits, 12. árgangs, er rituð var í tilefni sjötugsafmælis hans.
Ætt, nám og undirbúningur. Helgi Pjeturss fæddist í Reykjavík
31. marz 1872. Var faðir hans Pétur Pétursson, löggæzlumaður og
síðar bæjargjaldkeri í Reykjavík (f. 9. sept. 1848, d. 16. des. 1909).
Afi Helga var Pétur Pétursson, bóndi að Fremri-Kotum í Norðurár-
dal í Skagafjarðarsýslu (f. 1794). Pétur langafi Helga var og Péturs-
son (f. 1734, d. 1816). Bjó hann á Molastöðum í Fljótum og var
albróðir Jóns læknis í Viðvík. Faðir þeirra bræðra var Pétur Jónsson
smiður á Hólum í Hjaltadal. Kona Péturs Péturssonar og móðir dr.
Helga var Anna Sigríður, dóttir Vigfúsar Thörarensen, sýslumanns í
Strandasýslu og Ragnheiðar dóttur Páls amtmanns Melsted. Dó Vig-
fús sýslumaður ungur frá hóp barna í ómegð. Var Anna Sigríður
þá tekin í fóstur hjá móðurbróður sínum, Sigurði lektor Melsted,
og naut þar hins bezta nppeldis. Hún var gáfuð vel og mikil merkis-
kona. Ragnheiður móðir Önnu Sigríðar lifði ekkja í 60 ár, eftir að
hún missti Vigfús mann sinn. Andaðist hún á 98. ári á heimili