Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 10
102
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
J)r. Helgi Pjeturss við raunsóknir á fornu jökulbergi i Dímon i Þjórsárdal.
(]. Á. Ijósm. 1939.)
ljóst var það hverjum, sem með athygli virti fyrir sér þetta hérað,
að stórkostlegar breytingar höfðu orðið á landslagi þess, síðan þursa-
bergið í móbergshömrunum myndaðist. Landslag Hreppanna hafði
skapazt síðan. Fjöllin og dalirnir á þessum slóðum voru yngri en
þursabergið, sem sá í brotasárið á út úr fjallahlíðunum og í hóla-
hnjótunum. Ef þetta berg var gömul ummynduð botnurð, hlaut
það að vera vottur miklu eldri ísaldar en áður var kunn á íslandi.
Þetta var svo stórkostleg uppgotvun í jarðlagaskipun íslands, að hún
hlaut, ef rétt reyndist, að valda straumhvörfum í þekkingu manna á
jarðsögu þess. Það getur því enginn undrazt það, að Helgi, sem var
að hefja íslandsrannsóknir sínar, væri í fyrstu tregur til að trúa, að
slíkt gæti átt sér stað. En þrátt fyrir mikinn mun, varð líkingin við
botnurðir jökla greinilegri og greinilegri, því lengur sem horft var
á hamrana. Uppgötvunin virtist svo frábær, að iiún tók huga vís-
0