Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 12
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN svo) og það — að minnsta kosti að verulegu leyti — samsvarar að aldri hinum pleistócenu jarðlögum Mið-Evrópu — og loks, að grá- grýtishraunin séu runnin á hlýviðrisskeiðum jökultímans mikla. Þetta var mikil þekkingarviðbót á jarðlagamyndun landsins og stakk mjög í stú£ við eldri hugnryndir. Hér voru þó ekki öll kurl komin til grafar. Enn átti Helgi eftir að verða umbrjótur í íslenzkri jarðfræði. í doktorsritgerðinni, 1905, dregur hann í lokin saman þær niðurstöður, sem hann þá hafði komizt að um myndun landsins. Síðar livarf han'n að nokkru leyti frá sunrum þeirra, er betur var skoðað. Hann gat þess einhverju sinni, senr fleiri geta víst undir tekið, lrversu erfitt gæti verið að vinna sig frá gönrlum og rótgrónum hugmyndunr. Undir áorkan eldri skoðana um aldur og nryndun norðlenzka blágrýtisins Irafðí hann jafnvel talið elztu jökulmenjam- ar, senr liann hafði fundið í fjöllum Fnjóskadals, míócenar, en 1908 („Einigé Hauptzuge der Geologie und Morphologie Islands“, Zeit- schrift der Gesellschaft fiir Erdkunde) slær liann af í þessu efni, og telur réttara, að nrinnsta kosti á nreðan ekki sé nánar kannað og engir steingervingar, er kveði á unr aldur þessara jökulmenja, liafi fundizt, að skipa þeinr undir hinar kvarteru jarðlagamyndanir landsins. Og í ritgerðinni „Island“ í Handbuch der Regionalen Geologie, 1910, kemur þetta breytta viðlrorf enn ákveðnar fram. Þar er hinum „míócenu“ jökulmenjum sleppt, en bergi landsins skipt í tertíerar jarðlagamyndanir og kvarterar, þeim síðarnefndu aftur í gamalkvart- erar (Altquartár) og ungkvarterar (Jungquartár). Benda rannsöknir síðari ára á, bæði hérlendar og erlendar; að þessi skipting hinna kvarteru jarðlaga íslands hafi verið réttmætari en jafnvel Helga sjálfum var í öndverðu ljóst. Fram til þess er Helgi skoðaði Tjörnes, hafði mönnum hvorki ver- ið ljóst þykkt hinna plíócenu jarðlaga né aðstaða jreirra til annarra jarðlagamyndana landsins. Helgi fann, að þessi elztu íslenzku sjávar- lög voru miklum mun'þykkari en þau áður voru talin, og má sannar- lega kalla það „höfuðuppgötvun“ í íslenzkri jarðfræði að finna, að Tjörneslögin eru millimyndun í basalthleðslunni. Þá fyrst var í rauninni traustur grundvöllur fenginn undir „stratígrafískar“ rann- sókni á íslandi. Við Tjörneslögin verður heppilegast að miða, þegar jarðlagaskipun í landinu er rakin, hvort heldur haldið er niður til liinna eldri myndana eða upp á við til hinna yngri. Greinin „Island“, frá 1910, sem áður er getið, er bezta jarðfræði- yfirlit landsins, sem völ hefur verið á til þessa. Greinin um Heklu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.