Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 26
118 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 50. Valeriana sambucifolia, hagabrúða. — Við Gljúfrabúa undir Eyjafjöllum fann ég nokkrar plöntur, er ég liygg vera þessa tegund. 51. Succisa pratensis, stúfa. — Mjög alg. undir Eyjafjöllum, allvíða í nágrenni Berg- þórshvols, Oddi á Rangárvöllum. Annars fer útbreiðsla hennar nijög saman við Sel- gresið. 12. md. 52. Gnaphalium norvegicum, fjandafæla. — Alg. urn ofanverðan Norðurárdal og norður á Holtavörðuheiði, en aðeins fundin á einum stað á Kaldadalssvæðinu, þ. e. við Reyðarvatn. 12. md. Succisa pratensis. Þá Jrykir mér hlýða að geta J>riggja slæðinga, sem mér er ókunnugt um, að hafi áður verið getið hérlendis. 1. Papaver somniferum, svefnjurt. — í sáðsléttum að Klifshaga í Öxarfirði og Veisu í Fnjóskadal sumarið 1947. 2. Linum usitatissimum L., lín. — Klifshagi, í sáðsléttu. 3. Galium mollugo L. mjúkamaðra. — Akureyri í túni, um 15 ára gömid. Þá vil ég ræða nokkru nánar um nokkrar tegundir, sem annað- hvort finnast eingöngu eða því nær eingöngu á þessum svæðum, sem hér um ræðir, eða a. m. k. liafa útbreiðslumiðstöðvar þar eða svæðin iiggja innan útbreiðslumiðstöðva þeirra. Á Kaldadalssvæðinu eru tvær slíkra tegunda: lensutungljurt og vatnalaukur. Lensutungljurtin liefur að vísu aðrar höfuðmiðstöðvar umhverfis Eyjafjörð og hefur auk þess fundizt á örfáum stöðum á Vestfjörðum. Hinar tegundirnar, sem hér v.erða gerðar að umtals- efni, eru: munkahetta ,selgresi, stúfa, fuglaertur, giljaflækja, grástör og flóðapuntur. Meginstöðvar 6 hinna fyrstu eru á milli Mýrdals- sands og Markarfljóts, þó svo að sttifan vex allmikið austur um Síðu og grástörin vestur um Fljótshlíð. Flóðajrunturinn vex hins vegar vestur að Ölfusá og er sennilega útbreiddastur um vesturhluta þess

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.