Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 27
FLÓRUNÝJUNGAR 1948
119
svæðis. Þá má og nefna 6 tegundir, sem annaðhvort eru útbreiddari
um þetta svæði en annars staðar eða einungis fundnar þar, án þess
þó að vera svo útbreiddar þarna, að talað verði með vissu um höfuð-
stöðvar þeirra. Þær eru: loðgresi, hávingull (Festuca pratensis), gin-
hafri (Arrhenatherum elatior), safastör, mýraerlur og garðabrúða
(Valeriana officinalis). Má af þessu sjá, að austurhluti Suðurlands-
undirlendisins, er að ýmsu sérkennilegur um flóru, og vert er að
taka það fram, að um allar þessar plöntur er það sameiginlegt, að
þetta eru einu höfuðstöðvar þeirra hér á landi (únísentrískar teg-
undir).
Þegar vér virðum fyrir oss plöntur með slíka útbreiðslu, hljótum
vér að spyrja, hvers vegna útbreiðslu þeirra sé svo háttað. Mun liér
verða gerð h'tils háttar tilraun til að svara þessu um áðurtaldar teg-
undir.
Við athugun á útbreiðslu íslenzkra plantna kemur í ljós, að á
landinu eru að minnsta kosti fimm svæði, sem sérstakar plöntu-
tegundir flokkast um. Svæði þessi eru: 1. upp af Faxaflóa, 2. Vest-
firðir, 3. miðbik Norðurlands, 4. Austfirðir og 5. miðbik Suðurlands.
Þess skal þó getið, að takmörkun þessi er þó engan veginn nákvæm.
Tegundirnar með takmarkaðri útbreiðslu innan þessara svæða
vaxa ýmist á einu, tveimur eða þremur þeirra, (eru úní-, bí- eða
ti'ísentrískar). En ekki skal það mál fremur rakið að þessu sinni. En
ég vona að geta, áður en langt um líður, gert nánari grein fyrir at-
hugununt mínum í þessu efni.
Urn ýmsar þessar tegundir, er þannig vaxa á takmörkuðum svæð-
um, liefur því verið lialdið fram, að þær hafi lifað hér á landi síðasta
jökulskeið ísaldarinnar og hafi síðan ekki, einhverra liluta vegna,
náð að breiðast út yfir landið allt. Ég benti á þenna möguleika í rit-
gerð í Náttúrufræðingnum 1937, og rannsóknir mínar síðan liafa
sannfært mig betur um þetta efni, hafa og ýmsir tekið í þann sama
streng. Sarna árið lét Sigurður Þórarinsson þá skoðun í Ijós, að á
síðasta jökulskeiði hefðu verið íslaus svæði upp af Faxaflóa, á Vest-
fjörðum, milli Skagafjarðar og Skjálfanda og á Austfjörðum. Kort
það, sem hann hefur teiknað til að sýna þetta, barst mér ekki í
hendur fyrr en á þessu ári. Hafði ég þá rnarkað útbreiðslu um hundr-
að íslenzkra plantna á kort, og má í höfuðdráttum segja, að út-
breiðslueyjar þeirra falli saman við íslausu svæðin á korti Sigurðar
nema ein — þ. e. miðbik Suðurlandsins.
Tegundirnar tvær, sem getið er af Kaldadalssvæðinu, lensutungl-